Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Qupperneq 166
Vilhjálmur Ámason
samhengi, því aðalatriðið er að hvort tveggja ráðslagið er siðlaust vegna
þess að það vanvirðir manneskjur og stendur í vegi fyrir því að þær nái
að þroskast og dafna.
Það sem ég hef áhuga á í þessum dæmum er það að í báðum tilvikum
hefur ríkið brugðizt hlutverki sínu. Það sinnir ekki þeirri frumskyldu
sinni að skapa þegnum sínum sem jöfnust og ákjósanlegust skilyrði til
þroska. Mannréttindi standa vörð um það svið athafna og hugsana
einstaklingsins sem er óaðskiljanlegur hluti af honum sjálfum og því
grundvallarþáttur í persónuþroska. En það er ekki nóg að tryggja
mannréttindi „formlega“, ef svo má að orði komast, heldur verður að
veita öllum efnisleg lágmarksskilyrði til þess að neyta þeirra. Rétturinn til
einkalífs er lítils virði, ef fólk á hvergi heima. Rétturinn til lífsins getur
jafnvel orðið innantómt formsatriði fyrir fólk sem á ekki til hnífs og
skeiðar. Hitt er líka alkunna, að öll heimsins gæði og velferðarstofnanir
geta orðið lítils virði ef fólk er svipt frelsinu til þess að ráða sér sjálft og
verður að lúta afskiptum valdhafa í hvívetna. Velferð og réttlæti verða
því að haldast í hendur. Hvorugt getur þrifizt vel án hins. Þegar ríkið
vanrækir annaðhvort þessara verðmæta bregst það skyldum sínum við
borgarana, það fólk sem því er ætlað að þjóna.
Því er ég að tíunda þessi atriði í upphafi máls míns, að mér virðist að
þegar kirkjan býr við þjóðfélagsleg skilyrði af þessu tagi, þar sem ríkið
vanrækir velferðarmál eða brýtur mannréttindi á þegnum sínum, þá liggi
hlutverk kirkjunnar tiltölulega ljóst fyrir. Við slíkar aðstæður þarf ekki
að spyrja spuminga eins og þeirra sem liggja fyrir þessari ráðstefnu. Þar
sem fólk býr við örbirgð og ofbeldi kemst kirkjan varla hjá því að vera
lifandi; hún hlýtur að vera athvarf kúgaðra, bjargvættur nauðstaddra og
málsvari lítilmagnans. Á þessu er ef til vill oft misbrestur í reynd, en sé
kirkjan heilbrigð við þessar aðstæður lætur hún til sín taka í baráttu gegn
ójöfhuði og óréttlæti. Um þetta segir séra Auður Eir á einum stað:
Vegna tníarinnar á Frelsarann, Jesúm Krist, hvílir sú ábyrgð á kirkjunni að hjálpa
undirokuðu fólki að sigrast á magnleysi sínu, rísa upp og stjóma sjálft lífi sínu. Hún
verður sífellt að breyta krafti fagnaðarerindisins í kraft, sem birtist í samfélaginu,
meðal hinna fátæku, kúguðu og fyrirlitnu. Guð hefur tekið sér stöðu við hlið hinna
kúguðu, hveijum kynþætti, þjóð eða kyni sem þau tilheyra.2
,Að hjálpa fólki að stjóma sjálft lífi sínu,“
segir í þessum kafla, og séra Auður heldur því fram að verkefni
kirkjunnar varði frelsun fólks undan hvers konar ánauð. Og víst snýst
spumingin, eins og ég hef lagt hana fyrir hér, einnig um frelsi.
Velferðarhugsjónin snýst um frelsi undan skorti og efnislegri ánauð, og
réttlætiskrafan kveður ekki sízt á um frelsi undan óréttmætum afskiptum
ríkisvalds af einkalífi manna. Allt trúarstarf, sem leitast við að rétta hlut
þeirra sem líða neyð eða em órétti beittir, beinist þannig að frelsun
manna, hvort sem það er gert undir formerkjum „frelsunarguðfræði“ eða
2 Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, „Guðfræði svartra,“ Orðið, Rit Félags guðfræðinema,
20 (1986), s. 32.
164