Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 168

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 168
Vilhjálmur Ámason ánauð fátæktar og fáfræði og reist sér sjálfstætt ríki sem eflir þegna sína til sjálfsbjargar. Þetta er falleg mynd og töluvert til í henni. Um ágæti íslenzks samfélags, hversu langt það hefur náð í réttlæti og jöfnuði, mætti lengi deila. Um hitt verður þó varla deilt, að á íslandi eru lífskjör og réttarstaða tiltölulega góð. Hér er engin augljós kúgun á minnihlutahópum eða önnur brot á mannréttindum og allir virðast hafa í sig og á, ef ekki af eigin rammleik, þá með aðstoð félagslegra stofnana ríkis og bæja. Þau hlutverk sem skapast fyrir kirkjuna víða erlendis vegna óréttlætis og ójafnaðar, blasa því ekki við henni með sama hætti hérlendis. Sá lífgjafi kirkjunnnar sem lífsháskinn er víða um lönd, er ekki augljós hluti af íslenzkum raunveruleika. Skyldi þetta vera ástæðan fyrir tilvistarvanda kirkjunnar? Hvað verður um kirkju í samfélagi sem hefur allt nema lífsháskann? Getur kirkjan yfirleitt lifað af í samfélagi sem hefur það að höfuðmarkmiði að tryggja velferð allra og er svo umburðarlynt í ofanálag að það er kennt við fjölhyggju? Það þarf sterk bein til að þola góða daga og á það ekki síður við um stofhanir og samfélög en einstaklinga. Líkt og mönnum hættir við að ala á löstum sínum þegar dregur úr mótlæti veruleikans, þannig steðjar viss hætta að kirkjunni þegar allt er með kyrrum kjörum í samfélagi nútímans. Mér sýnist að sú hætta sem kirkjunni er búin í velferðarþjóðfélagi nútímans sé einkum af tvennu tagi. Ég mun kalla þær hina fagurfrœðilegu freistingu annars vegar og hina siðferðilegu freistingu hins vegar. Það er e. t. v. ástæða til þess að taka það fram, að þetta eru greiningarhugtök eða fræðilegar ímyndir („ídeal týpur“) sem ég nota til að varpa ljósi á ákveðnar tilhneigingar, en ekici til að lýsa tilteknum, raunverulegum fyrirbæmm. Hyggjum nánar að þessu. Þegar ég tala um fagurfræðilega freistingu kirkjunnar, á ég við þá tilhneigingu hennar til þess að verða líkt og til skrauts í velferðar- og fjölhyggjusamfélagi nútímans. Ef þjóðarkakan er líkingin fyrir þau efhislegu gæði sem við höfum til skiptanna, þá má líkja þjónustu þeirrar kirkju, sem fallið hefur í fagurfræðilega freistni, við kökuskreytinguna: „the icing on the cake,“ eins og sagt er á ensku. Skrautinu er bmgðið upp á tyllidögum, og kirkjan verður ómissandi hluti af jólaskrautinu, þeim umbúðum sem í senn draga fram og dylja merkingu þeirrar hátíðar. Hin fagurfræðilega kirkja fellur þannig vel að umbúðaþjóðfélaginu, sem Hörður Bergmann kallar svo í nýlegri bók.8 Hún er borðamir og slaufumar sem gefa öllu hátíðlegt yfirbragð. Hún gætir sín á því að hrófla ekki við lífsmynztri manna á nokkum hátt, heldur hnýtir enn fastar að því með því að gefa því stimpil guðlegrar réttlætingar. Fagurfræðileg kiikja er því hafin yfir vettvang dagsins í hátíðleika sínum, en er um leið svo sjálfsagður hluti samfélagsins að þar verður vart skilið 8 Hörður Bergmann, Umbúðaþjóðfélagið. Uppgjör og afhjúpun. Nýr framfaraskilningur. Reykjavík: Menningarsjóður, 1989. 166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.