Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 168
Vilhjálmur Ámason
ánauð fátæktar og fáfræði og reist sér sjálfstætt ríki sem eflir þegna sína
til sjálfsbjargar.
Þetta er falleg mynd og töluvert til í henni. Um ágæti íslenzks
samfélags, hversu langt það hefur náð í réttlæti og jöfnuði, mætti lengi
deila. Um hitt verður þó varla deilt, að á íslandi eru lífskjör og
réttarstaða tiltölulega góð. Hér er engin augljós kúgun á minnihlutahópum
eða önnur brot á mannréttindum og allir virðast hafa í sig og á, ef ekki af
eigin rammleik, þá með aðstoð félagslegra stofnana ríkis og bæja. Þau
hlutverk sem skapast fyrir kirkjuna víða erlendis vegna óréttlætis og
ójafnaðar, blasa því ekki við henni með sama hætti hérlendis. Sá lífgjafi
kirkjunnnar sem lífsháskinn er víða um lönd, er ekki augljós hluti af
íslenzkum raunveruleika.
Skyldi þetta vera ástæðan fyrir tilvistarvanda kirkjunnar? Hvað verður
um kirkju í samfélagi sem hefur allt nema lífsháskann? Getur kirkjan
yfirleitt lifað af í samfélagi sem hefur það að höfuðmarkmiði að tryggja
velferð allra og er svo umburðarlynt í ofanálag að það er kennt við
fjölhyggju? Það þarf sterk bein til að þola góða daga og á það ekki síður
við um stofhanir og samfélög en einstaklinga. Líkt og mönnum hættir við
að ala á löstum sínum þegar dregur úr mótlæti veruleikans, þannig steðjar
viss hætta að kirkjunni þegar allt er með kyrrum kjörum í samfélagi
nútímans. Mér sýnist að sú hætta sem kirkjunni er búin í
velferðarþjóðfélagi nútímans sé einkum af tvennu tagi. Ég mun kalla þær
hina fagurfrœðilegu freistingu annars vegar og hina siðferðilegu
freistingu hins vegar. Það er e. t. v. ástæða til þess að taka það fram, að
þetta eru greiningarhugtök eða fræðilegar ímyndir („ídeal týpur“) sem ég
nota til að varpa ljósi á ákveðnar tilhneigingar, en ekici til að lýsa
tilteknum, raunverulegum fyrirbæmm. Hyggjum nánar að þessu.
Þegar ég tala um fagurfræðilega freistingu kirkjunnar, á ég við þá
tilhneigingu hennar til þess að verða líkt og til skrauts í velferðar- og
fjölhyggjusamfélagi nútímans. Ef þjóðarkakan er líkingin fyrir þau
efhislegu gæði sem við höfum til skiptanna, þá má líkja þjónustu þeirrar
kirkju, sem fallið hefur í fagurfræðilega freistni, við kökuskreytinguna:
„the icing on the cake,“ eins og sagt er á ensku. Skrautinu er bmgðið upp
á tyllidögum, og kirkjan verður ómissandi hluti af jólaskrautinu, þeim
umbúðum sem í senn draga fram og dylja merkingu þeirrar hátíðar. Hin
fagurfræðilega kirkja fellur þannig vel að umbúðaþjóðfélaginu, sem
Hörður Bergmann kallar svo í nýlegri bók.8 Hún er borðamir og
slaufumar sem gefa öllu hátíðlegt yfirbragð. Hún gætir sín á því að
hrófla ekki við lífsmynztri manna á nokkum hátt, heldur hnýtir enn
fastar að því með því að gefa því stimpil guðlegrar réttlætingar.
Fagurfræðileg kiikja er því hafin yfir vettvang dagsins í hátíðleika sínum,
en er um leið svo sjálfsagður hluti samfélagsins að þar verður vart skilið
8 Hörður Bergmann, Umbúðaþjóðfélagið. Uppgjör og afhjúpun. Nýr
framfaraskilningur. Reykjavík: Menningarsjóður, 1989.
166