Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 173

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 173
Eins er þér vant tvenns, því aðstoðin við lítilmagnann, sem hlýtur alltaf að verða skjólstæðingur kirkjunnar, felur oft í sér þá hættu að ráðin séu tekin af honum. Umhyggjan fyrir velferð einstaklings getur þá orðið til þess að efla forræði kirkjunnar fremur en sjálfræði og sjálfsbjörg þeirra sem hún þjónar. í þriðja lagi felur lögmálið um virðinguna fyrir manneskjunni það í sér að öll þjóðfélagsgagnrýni og félagsleg afskipti gangi útfrá siðferðilegum hagsmunum einstaklinga, þ.e. raunverulegum og sameiginlegum hagsmunum manna, en ekki sérhagsmunum tiltekinna hópa eða valdastofnana. I kröfunni um að virða manneskjuna felst lykillinn að því hlutverki sem lifandi kirkja getur haft, hvort heldur er í fortíð, nútíð eða framtíð. Þótt hún gefi ekki nákvæmar forskriftir, sem auðvelt er að skipuleggja starfið útfrá, þá setur hún fram siðferðilega viðmiðun sem framkvæmd kristninnnar í kirkjunni á að lúta. Væri það gert í íslenzkri kirkju og því fylgt eftir af fullri einurð, held ég að samband ríkis og kirkju gæti versnað nokkuð en samband kirkju og þjóðar hugsanlega batnað að sama skapi. Sr. Gunnar Kristjánsson segir í grein um lúthersku þjóðkirkjuna: Þjóðkirkjan á íslandi er nánast án hliðstæðna í kirkjulífi heimsins. Vafasamt er að nokkur kirkja eigi svipuð ítök í einni þjóð. En þessi ítök þarf að skilgreina nánar. Áhrifin sem kristindómurinn hefur á umræðu dagsins eru hverfandi að því er virðist.16 Það eru mikil ítök en lítil átök. Kirkjan þarf öðm fremur að reyna að móta almenna umræðu á íslandi og færa henni þær viðmiðanir sem hana skortir. En það getur hún ekki gert nema með því að brýna sífellt fyrir sér sínar eigin viðmiðanir, sjálft inntak kristninnar. Lögmálshyggjan, sem felst í hinni siðferðilegu freistingu, glatar þessari viðmiðun með því að taka tilteknar umdeilanlegar mannasetningar fram yfir hina lifandi manneskju. Að þessu leyti leiða hin fagurfræðilega og hin siðferðilega freisting til sömu meginniðurstöðu. í umhyggju sinni fyrir formi og festu bera þær mannkærleikann ofurliði. Og sé mannkærleikurinn til marks um ást okkar á Guði, sú leið sem manninum er gefin til að þjóna Guði og tjá trú sína, þá þýðir þetta að hin fagurfræðilega og hin siðferðilega freisting kirkjunnar ganga þvert á inntak trúarinnar. Samt sem áður getur hið trúarlega hvorki án hins fagurfræðilega né hins siðferðilega verið, en þau verða, eins og framkvæmdin öll að lúta inntaki kristninnar. Þegar allt kemur til alls er nær ógerlegt að greina á milli þessara þriggja þátta. Ég get a.m.k. ekki orðað inntak kristninnar nema með siðferðilegu tungutaki. Hið siðferðilega inntak kristninnar er þó aldrei fyllilega gefið nema í meginatriðum; okkur er bent í áttina en við verðum sjálf að rata veginn. „Einen Gott den es gibt, gibt es nicht“ er haft eftir Dietrich Bonhoeffer.17 16 Gunnar Kristjánsson, op. cit., s. 29. 17 Ég hef þetta frá Einari Sigurbjörnssyni, „Guðleysi og kristnidómur", Orðið 17 (1983), s. 35. Eins og Einar bendir á er þessi „krassandi setning" illþýðanleg á önnur tungumál. Merkingin virðist ekki vera ólík því og þegar við segjum á íslenzku 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.