Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Qupperneq 197
Eru Guð og „Óvinurinn” sama persónan?
hins vitra sé lík Guði, og eiga þeir þá við hinn guðlega Logos, sem við
þekkjum í gervi Orðsins. Því er Logos yfir guðunum. Logosinn er „God
above God.” Þá kenna þeir að Guð sé yfir þjáninguna hafinn, og því sé
stóumaðurinn vitri handan þjáningarinnar.
Tillich segir (s. 182) að stjómmálamenn og harðstjórar noti gjaman
orðið Guð til þess að láta áheyrendur skynja þá sem ábyrga menn og
traustsverða. Þetta telur hann dæmi um innantóman theisma. Hins vegar
skilgreinir hann trú þannig að hún sé hæfni til þess að samsinna merk-
ingarleysu tilvemnnar, lifa með hana í farteskinu, sætta sig við hana (sem
mér finnst vera höfuðeinkenni Prédikarans). Innihald þessarar trúar
{absolute faith) telur hann vera „God above God“. Hún tekur hinn algjöra
efa um Guð inn í sjálfa sig, transcenderar hann. Það er fyrir honum
absolute faith sem er handan theismans og ógildir hann.
Tillich segir (op. cit. s. 186):
The ultimate source of the courage to be is the „God above God“; this is the result of
our demand to transcend theism. Only if the God of theism is transcended can the
anxiety of doubt and meaninglessness be taken into the courage to be. The God above
God is the object of all mystical longing, but mysticism also must be transcended in
order to reach him. Mysticism does not take seriously the concrete and the doubt
conceming the concrete. It plunges direcdy into the ground of being and meaning, and
leaves the concrete, the world of finite values and meanings, behind. Therefore it does
not solve the problem of meaninglessness. In terms of the present religious situation
this means that Eastem mysticism is not the solution of the prolems of Westem
Existentialism, although many people attempt this solutíon. The God above the God of
theism is not the devaluation of the meanings which doubt has thrown into the abyss
of meaninglessness; he is their potential restitution. Nevertheless absolute faith agrees
with the faith implied in mysticism in that both transcend the theistic objectivation of a
God who is a being. For mysticism such a God is not more real than any finite being,
for the courage to be [,] such a God has disappeared in the abyss of meaninglessness
with every other value and meaning.
Ég skil þetta þannig að á einu plani sé bæði náttúran (t.d. eldgosin) og
einnig hinn duttlungafulli Yahweh í textunum úr Jesaja og Deut. sem ég
las hér að framan, hann sem ýmist orsakar líf eða dauða, ógæfu eða ham-
ingju, og er jafn óræður og eldgosin. Á sama plani sé einnig guðsmynd
hinna spámannlegu kafla 1. Sam 13 og 15, því að samkvæmt þeirri
guðsmynd hefur Guð látið í hendur einni stétt, spámannastéttinni, valdið
yfir orðinu og yfir boðum og bönnum jafnhliða heimildinni til þess að
dæma til dauða eða lífs þá sem hlýðnast eða óhlýðnast hinu spámannlega
boði; m.ö.o. sögulega skilyrt vald og orð. Þar með eru á sama plani
Gamla testamentið og guðir trúarbragðanna (guðir trúarbragðanna: sjá
Tillich, op.cit. s. 188).
Á hinn bóginn sé önnur guðsmynd. Það er guðsmynd þess hjálpandi
kærleika sem hefur opinberað sig í sögu hebresku þjóðarinnar og í lífi
Jesú Krists og birtist í orði og sakramenti þeirrar kirkju sem er sönn
kirkja en ekki stofnun (og hún er auðvitað ekki til nema sem möguleiki).
Vissulega er þessi guðsmynd sú sem er dæmigerðust fyrir Biblíuna, bæði
testamentin.
195