Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 12
SKAGFIRÐINGABÓK
væru geymd í bókhlöðunni á Sauðárkróki, í jafngóðu húsi og á
Flúðum. Töldu stjórnarvöld það ekki vera og heimiluðu Sögufélaginu
að fá þessar bækur smám saman til afrimnar, ef félagið og sýslunefnd
óskuðu þess. Þar með var þessi þáttur málsins leystur. Næst var að fá
afritara, og gekk það ágætlega.
Margir buðust til að kosta afíitunina, svo nægilegt fé var handbært
til að greiða þóknun til ritara. Áfritararnir leystu yfirleitt starf sitt vel
og samvizkusamlega af hendi, og sumum tókst svo vel, að bækur þeirra
eru augnayndi að því er allan frágang snertir. Má þar sérstaldega
nefna Sigurð Jónsson, bónda á Skúfsstöðum í Hjaltadal, sem afritaði
Hólabækur o. fl. Með þessum hætti voru afritaðar allar skagfirzkar
kirkjubækur í Þjóðskjalasafni og komið í Sýslubókasafnið á Sauðár-
króki til varðveizlu. Þetta varð stofninn að Héraðsskjalasafni Skag-
firðinga á Sauðárkróki. Síðar gerðist það, að mormónar í Vesturheimi
fengu heimild til að taka míkrófilmur í lok stríðsáranna af kirkju-
bókum í Þjóðskjalasafni og ýmsum öðrum heimildarritum þar gegn
því, að þeir lém Þjóðskjalasafninu í té eitt eintak af þeim. Síðar gáfu
þeir héraðsskjalasöfnum kost á þessum filmum fyrir hóflegt verð.
Stjórn Sögufélagsins beitti sér fyrir því, að Sýslunefnd Skagafjarðar-
sýslu festi kaup á einu eintaki vegna Héraðsskjalasafnsins, og er það
nú eign þess.Veitti ríkið nokkurn styrk til þeirra kaupa. Ennfremur
keypti Héraðsskjalasafnið ættfræðihandrit Péturs sál. Zophoníassonar,
þau er varða Skagfirðinga. Auk þess eru í safninu margvísleg prenmð
og óprentuð heimildarrit, sem árlega bætast safninu.
Næsta átak Sögufélagsins var bókaútgáfa. Á þessum 30 árum hafa
verið gefin út 14 rit. Það fyrsta kom út 1939 og hið síðasta síðla árs
1966. Meðal þeirra er stórt verk, sem kom út í 4 hefmm, þó talið sé
eitt rit, þ. e. Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu frá 1781 - 1958,
mikið heimildarrit um það tímabil, er það nær til. Nú hefur félagið
byrjað útgáfu á skagfirzkum æviskrám, með myndum, og verður það
mikið verk. Af því eru komin 2 bindi og hið 3ja í undirbúningi. Loks
ákvað félagsstjórnin, að Sögufélagið legði áherzlu á að safna eldri og
yngri Ijósmyndum, sem fáanlegar væru víðsvegar úr Skagafjarðarsýslu,
skrásetja þær og búa um þær til varðveizlu. Mikið hefur borizt safninu
af myndum, en sá galli er á, að of margir eigendur myndanna hafa
10