Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 104
SKAGFIRÐINGABÓK
tii, að erfið fénaðarferð var í Olduhrygg og svo líka það, að Rósant
var þá orðinn veill fyrir brjósti og þoldi illa mikinn gang.
Eins og áður segir, er beitiland gott í Ölduhrygg, og var fénu beitt
í öllum veðrum nema stórhríðum, og þó að jarðlítið væri, braut oft
á hrísinu, þar sem hátt bar á, og féð klippti hrísið og varð gott af.
Norður frá túninu í Ölduhrygg liggur hallalítill mýrarstallur, og
nær hann út undir merki á milli Ölduhryggjar og Miðvalla. Með
þessu mýrarsundi að austan liggur Svartá milli hárra bakka, en að
vestan rís fjallið allbratt. Syðst á þessum stalli er þurrlendara, og
þar var bærinn og túnið í kringum hann. Sunnan við bæinn liggur
stór hvammur upp í fjallið, og nær svolítil rönd af túninu upp í hann.
Á túninu í Ölduhrygg voru hús í þrennu lagi. Ofan undan bænum
var Grundarhús, og var stutt þaðan ofan á árbakkann. Utar og ofar
var Hólhús og Lambhús norður frá bænum. Fremur stutt var til allra
þessara húsa. Skammt fyrir utan túnið rennur lítill lækur þvert ofan
yfir mýrina. Lítið ber á honum á mýrinni, en uppi í fjallinu kemur
hann eftir djúpu dragi, sem heitir Nautalág.
Það var í annarri viku góu veturinn 1908. Veður var kyrrt árdegis,
en loft þungbúið. Eftir hádegi fór að snjóa, og snjóflygsurnar voru
svo stórar, að það var sannkölluð skæðadrífa. Rósant hafði farið um
morguninn á beitarhúsin að Miðvöllum, eins og venja var. Að áliðn-
um degi, þegar Stefán var búinn að bera vatn úr bæjarlæknum handa
kúnum, gekk hann inn til móður sinnar og bað hana að láta sig hafa
eitthvað um hálsinn. Hann sagðist ætla að ná í ærnar, því að veður-
útlitið væri svo ískyggilegt. Síðan lagði Stefán af stað til kindanna
og með honum gamall hundur, bíldóttur. Hann var að mestu hvítur
um belginn, en með svartan hring um rófuna og kallaður Hringur.
Kindurnar, sem Stefán hirti, voru að tölu 29 ær og gamall forustu-
sauður, hvítur að lit og hét Fori. Kindurnar voru dag hvern reknar
upp í fjallið fyrir utan Nautalágarlækinn, og var þar nokkur harð-
sporaslóð. Þegar Stefán var kominn út að Nautalágarlæknum, hafði
logndrífan minnkað, og sá þá til fjalla. Dökkur þokubakki kom utan
dalinn með miklum hraða, að því er virtist. Eftir nokkrar mínútur var
skollið á ofsaveður með fannburði, eins og hendi væri veifað. Stefán
var kominn lítið eitt upp í brekkuna utan við lækinn. Fyrst vissi hann
102