Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 66
í HEGRANESI UM ALDAMÓT
eftir ÞORSTEIN JÓNSSON
ÞORSTEINN JÓNSSON, landskunnur undir rithöfundarnafninu Þór-
ir Bergsson, er fæddur að Hvammi í Norðurárdal í Borgarfirði 23. ágúst
1885, en fluttist kornungur með foreldrum sínum til Skagafjarðar, þá er
faðir hans, séra Jón O. Magnússon, fékk veitingu fyrir Mælifelli. ÖIl
bernsku- og unglingsár sín átti hann síðan í Skagafirði, á Mælifelli til
aldamóta, því næst á Ríp til 1904, en þá fékk faðir hans lausn frá prests-
embætti og fluttist vestur á Snæfellsnes, fyrst að Fróðá, svo að Bjarnar-
höfn. Þorsteinn gerðist starfsmaður í pósthúsinu í Reykjavík I9O7 og
vann þar til 1914, en eftir það hjá Landsbanka íslands samfleytt til 1943.
Næsm ár fékkst hann við kaupsýslu, en hætti fyrir nokkru þeim umsvifum
sakir aldurs.
Þorsteinn birti fyrsm smásögu sína á prenti árið 1911, en gaf hins
vegar ekki út fyrsm bók sína, Sögur, fyrr en 1939, þá löngu kominn í hóp
listfengusm smásagnahöfunda á íslenzka mngu. Síðan hefur hann gefið út
fjögur smásagnasöfn, skáldsögur tvær og eina ljóðabók. Arið 1965 kom út
ritsafn hans í þremur bindum.
A tímabilinu 1956-1957 birti Þorsteinn í Eimreiðinni nokkra þætti, sem
hann nefndi Ur Fremribyggð og Tungusveit. Þeir eru kafli endurminninga,
sem kallast í handriti Ur pokahorninu og munu ná fram til um I9O7.
Höfundur hefur fúslega veitt leyfi til, að Skagfirðingabók flytji þann kafla
þessara endurminninga, sem lýsir dvöl hans í Hegranesi og kynnum af
fólki þar í sveit. Færir ritstjórnin honum bezm þakkir fyrir þá vinsemd.
H. P.
Það var um mánaðamótin maí-júní 1900, að við fórum alfar-
in frá Mælifelli, allstór hópur af fólki og nokkrir áburðarhestar, auk
reiðhestanna, með sængurföt, eldhúsáhöld og aðra þá hluti af bú-
slóðinni, sem ekki varð hjá komizt að hafa til daglegra afnota. Kýrnar
64