Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 91
MÁNAÞÚFA OG TRÖLLA-LÖGRETTA
bók, Khöfn 1921, telur Finnur Jónsson, að í texta Melabókar sé að
mestu farið eftir Styrmisbók, og hefur það ekki verið vefengt. Því
miður hefur mikið af hinni upprunalegu Melabók glatazt, en séra
Þórður Jónsson í Hítardal (f. 1609, d. 1670) hafði skrifað Melabók
upp, áður en hún glataðist, en þó einnig haft Skarðsárbók til hliðsjónar
við uppskriftina. Er þessi afskrift séra Þórðar nefnd Þórðarbók.
Hannes Þorsteinsson, þjóðskjalavörður, hinn fróðasti og áreiðan-
legasti allra íslenzkra ættvísindamanna, telur, að Styrmir fróði hafi
verið sonur Kára ábóta á Þingeyrum (d. 1187) Runólfssonar prests
og síðar munks, Ketilssonar biskups á Hólum Þorsteinssonar. Einnig
álítur Hannes, að Styrmir muni hafa alizt upp á Þingeyrum.* Þetta
álit Hannesar Þorsteinssonar er mjög sennilegt og stutt traustum
rökum, sem hans var von og vísa, enda hafa fróðir menn ekki vefengt
það, svo að ég viti. Þingeyraklaustur var þá eitt mesta fræðasetur á
landi hér, annað en Oddi á Rangárvöllum, og því engin furða, þótt
slíkur fróðleiksmaður sem Styrmir var kæmi einmitt þaðan.
II. HVAR ER MÁNAÞÚFA?
Endur fyrir löngu las ég grein með þessari yfirskrift, þar sem
greinarhöfundur komst að þeirri niðurstöðu, að Mánaþúfa væri „týnd
og tröllum gefin." Ýmsir fræðimenn hafa velt því fyrir sér, hvar Mána-
þúfa muni vera. Flestir hafa þessir menn verið ókunnugir staðháttum
á Skaga, og líklega hefur engum þeirra þótt ómaksins vert að tala við
fróða menn þar í byggð og leita þar upplýsinga um þetta efni.
Við skulum nú athuga, hvað þær gerðir Landnámabókar, sem enn
eru til, segja um Mánaþúfu og hvaða bendingar þær gefa um það,
hvar hún sé.
í Hauksbók (útg. Khöfn 1892-96) bls. 63, 153. og 154. kap. segir
svo: „Hólmgöngu Mani hét maðr er nam Skagaströnd fyrir vestann
inn til Fors ár, enn fyri austann til Mana þufu ok bio í Manavik . . .
Eilífr örn hét maðr sun (son) Atla Skíðasunar hins gamla Bardarsunar
• Skírnir 1912, bls. 126-148.
89