Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 51
MÁLMEY
og var talið, að orsökin hefði verið innvortis meiðsl, sem reyndar var
engin furða eftir aðra eins byltu.
Frá Bolagjá sveigir bjargið til austurs og heldur þeirri stefnu nokk-
urn veginn, unz komið er að litlu nesi, sem kallað er Húsanes. Þar
endar Kaldbaksvíkin, og er hæð eyjarinnar á þeim stað 40 m yfir sjó.
Innan við Húsanesið tekur bjargið suðlæga stefnu og heldur henni að
mestu alla leið inn að áðurnefndri Kringlu - með tveimur undantekn-
ingum þó, sem síðar verða nefndar.
Spölkorn innan við Húsanesið er breið og mikil fjara, sem nefnist
Skipadrangafjara. Dregur hún nafn sitt af mörgum stórum dröngum,
sem eru þar frammi í sjónum í tveimur beinum röðum. Þetta eru leifar
af ævafornum basaltgöngum, og sjást margir slíkir austan við eyjuna.
Stefna þeirra allra er þráðbein frá norð-norðaustri til suð-suðvesturs.
Ganga þeir allir inn í bjargið sunnan til á eynni, en ná hvergi upp
fyrir það mitt.* Drangarnir eru flestir nafnlausir, þó heitir sá nyrzti
í austari röð Einbúi, og annar drangur, sá langhæsti þeirra, heitir
Klappardrangur.
Smtt fyrir innan Skipadrangana er hin áðurnefnda Bæjargjá. Þar
er, eða var að minnsta kosti, allbreið fjara og sæmileg lending fyrir
smábáta í góðu veðri. Rétt þar innan við er annar lendingarstaður,
sem heitir Klif. Hann var mikið notaður áður fyrr, og oftast voru
höfð smáför á öðrum hvorum þessara staða, einkum að sumarlagi.** í
* „Nef eitt skagar fram austur úr eynni, út og austur af bænum. Innan við
það er röð af dröngum og skerjum inn með allri eynni. Hún kallast Steinabrú
og liggur í nokkurn veginn beinni línu. Sumir drangarnir bera sérstök nöfn,
en gleymt hef ég þeim nú. í ládeyðu er hægt að róa smáfari ofan við dranga
þessa, og var það oft gert í vestanstormi, er menn reru inn með eynni til að
ná siglingu austur yfir Málmeyjarsund." (J. J.)
** „Fjara er mjó og lending slæm," segir J. J. um Klifið, „enda nomð aðallega
vegna þess, að þangað var styttra af Lónkotsmöl með flutning en í Jarðfallið,
en síðan vélbátar komu í notkun, er að mesm hætt að lenda þar, því bakkinn
er bæði hár og að kaila bratrnr eins og húsveggur. Er þar á vetrum fullerfitt
lausum mönnum upp að ganga, en þetta léku Málmeyingar sér að fara með
þungar byrðar. Festi var sett þarna niður bergið til að styðja sig við, og veitti
ekki af."
4
49