Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 186
SKAGFIRÐINGABÓK
hendi í kveðjuskyni. En þessi stolta kona getur einnig beitt tungunni, þegar
það á við. Það kemur í ljós, þegar hún er kölluð fyrir rétt í málinu. Það er
gustur geðs og gerðarþokki yfir þessari gæfusnauðu konu, sem Ólafur gamli
á Kljásteini hafði fengið Hervald til að taka að sér og fara með upp í heiðina
í fátæktina og umkomuleysið.
Það er freistandi að bera þessa sögu saman við Heiðarbýli Jóns Trausta.
Hliðstæðurnar eru býsna margar. Pétur á Kroppi og Hervaldur rata báðir í
sömu ógæfu. Annar gerist þjófur til að forða börnum sínum frá að lenda á
sveitinni. Hinn af því að hann getur ekki að þessu gert. Halla og Kolfinna
eru einnig að mörgu áþekkar. Báðar lenda á heiðarbýlunum af sömu ástæðu.
Hvoruga getur baslið beygt. Viðureign Höllu og Borghildar, þegar Borghild-
ur kemur til að gera þjófaleit í Heiðarhvammi, hefur ekki lítinn svip af
þjófaleitinni í Svalvogum, þó að tímarnir séu aðrir. Sá er munurinn, að Kol-
finnu hlýtur að gruna eða vita um ódæði manns síns, þó að hún gæti þess að
koma hvergi nærri og reyna að firra sig allri vitneskju um framferði Her-
valds.
Paradísarstef sögunnar heyrist þegar í fyrsta þætti. Steinn á Svarðbæli tal-
ar um, að paradís skuli niður á jörðina, og sú paradís, sem hann ætlar sér
að skapa, er paradís góðviljans. Hann reynir að þagga niður grunsemdir Bjarn-
ar á Dunki um, að Hervaldur hafi stolið gráa folanum, og ríður undir höggið,
þegar Björn ætlar að slá Hervald með svipunni. Steinn sleppir ekki hendi
sinni af Hervaldi, þó að hann verði uppvís að þjófnaðinum, en hann hefir
reynt, að sú paradís á jörð, sem hann ætlaði að skapa, hrynur í rúst vegna
þeirra manna, sem ekki verður lesið um í bókum. Hervaldur ruglar alla
heimspeki Steins, því að ljós þekkingar hans nær ekki að Iýsa niður í myrkrið,
þaðan sem gallarnir koma. Það eru fleiri, sem hafa misst paradís sína, þó að
fátækleg sé, t. d. Kolfinna í Svalvogum, og nágrannarnir, sem höfðu þjófn-
aðargrun á Hervaldi, trúðu því, að hann mundi samt aldrei hafa stolið frá
sér, heldur frá þeim, sem betur voru efnum búnir, en það reyndist blekking
ein, og viðbrögð manna eins og Skila-Manga verða sambland af reiði og hé-
gómleik, þegar hann sér, að Hervaldur hefir látið það sama ganga yfir hann
og efnabændur. Þannig eru smá soraflekkir í paradís Steins bónda á Svarð-
bæli, og þeir hafa komið af návist Hervalds í Svalvogum, enda þótt hann
væri að öðrum þræði kveikja spennu og tilbreytingar í viðburðasnauðu og
kyrrstæðu samfélagi.
Þjófur í Paradís er hnökraminnsta verk Indriða G. Þorsteinssonar. Höfund-
urinn er í meiri fjarlægð frá persónunum en áður. Hann gerir meiri kröfur
til lesendanna. Samúð hans með sögufólkinu er greinileg og stundum bregður
fyrir notalegri kimni. ÓU vinnubrögð höfundar bera vott um ögun og frá-
bæra vandvirkni, enda eru framfarir hans frá Landi og sonum ótvíræðar, þó
að maður sakni margs af því, sem gaf fyrri sögum hans líf og lit, er hitt þó
184