Skagfirðingabók - 01.01.1967, Qupperneq 183
RITDÓMAR
gænim gáfum og mikilli fróðleiksfýsn. Fátækt og sennilega einnig skiln-
ingsskormr umhverfisins valda því, að þessir hæfileikar fá ekki notið sín
sem skyldi. Alla ævi, að heita má, verður Sæmundur að vinna hörðum hönd-
um. Og hann hefur vissulega ekki hlíft sér. Saga hans er því á margan hátt
eftirtektarverð og lærdómsrík. Af henni sést, hvernig vel gerður maður vex
jafnt og þétt að þroska og mannkostum. Hver raun herðir hann. Jafnframt
gefst okkur glögg sýn inn í heim aldamótamannsins, baráttu hans, þrek, op-
inn huga og fróðleiksfýsn.
Eg sagði, að ævisagan léti ekki mikið yfir sér. Höfundur er greinilega hóg-
vær maður. Hann gerir sízt meira úr atburðum ævi sinnar en efni standa til.
Stundum hygg ég jafnvel, að lítillætið sé fullmikið. Fyrir bragðið verður sag-
an svipminni, þó að sitthvað megi lesa á milli lína, sé vel að gætt. En sé þetta
ókostur á prentaðri ævisögu, er orsökin fólgin í kostum höfundar: hógværð og
skrumleysi. Varla eru það slæm kaup. Eftirtektarvert er, hversu Sæmundur er
umtalsgóður maður. Honum er mun sýnna um að draga fram hinar björm
hliðar samferðamanna sinna en þær dökku. Hann gemr ekki um bresti ann-
arra, nema brýn nauðsyn sé á, og fer þá ávallt um þá mildum höndum. Óvini
virðist hann ekki hafa eignazt á sinni löngu ævi.
Þá er að víkja að öðru bindi endurminninganna. Fyrri hluti þess er frá-
sagnir af ættmönnum höfundar og konu hans og nokkrum samferðamönnum.
Þátrnr er af afa hans (Grími Magnússyni, Grímssonar, græðara) og ömmu
(Olöfu Ólafsdótmr, Jósepssonar frá Hvassafelli). Þátmr er af afa og ömmu í
móðurætt, en þau voru síra Jón Norðmann, prestur á Barði, og Katrín Jóns-
dóttir frá Undirfelli. Þátmr er og af foreldrum Sæmundar, Evgeníu og Dúa.
Þá er kafli um tengdaforeldrana, Margréti Grímsdótmr (systur Dúa. Voru
þau hjón því systkinabörn) og Þórlák Þórláksson. Sagt er frá Helgu Grims-
dótmr, föðursysmr höfundar (og í fyrra bindi er eftirtektarverður kafli um
son Helgu, Sigursvein D. Kristinsson, tónskáld). Síðan taka við frásagnir af
fjarskyldari ættingjum og sveimngum, s. s. Mámsi Márussyni í Dæli og
Björgu, konu hans, Sveini Sveinssyni í Dæli, Þorsteini Þorsteinssyni í Vík og
konu hans, Guðlaugu, Mámsi Símonarsyni í Fyrirbarði og Sigurbjörgu konu
hans, Birni Elíasi og Mylnu-Kobba.
Ailir eru þessir þættir lipurlega og hlýlega skrifaðir. Þeir eru ef til vill
styttri og matarminni en maður hefði kosið, en engu að síður geyma þeir per-
sónulýsingar, sem margir mega vera þakklátir fyrir.
Síðari hluti bókarinnar fjallar um „úreld vinnubrögð". Þar er á mörgu
gripið, sem of langt yrði upp að telja. Höfundi er sýnt um nákvæmar og
rækilegar lýsingar, og hann setur þær afar ljóst og skilmerkilega fram. Minn-
ist ég þess ekki að hafa séð öllu læsilegri lýsingu vinnubragða. Óhikað má
því telja, að talsverður fengur sé í þessum köflum, og að höfundur hafi hér
lagt góðan skerf af mörkum til íslenzkrar atvinnusögu.
181