Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 130
SKAGFIRÐINGABÓK
að fara þess fastlega á leit við landstjórnina, að hún líti á neyð
vora og veiti oss þessa bón. Þér vitið það sjálfir, að vér erum til-
knúnir að leita þessa, því nú þegar skepnurnar eru svona fallnar, þá
eru fáir, sem vita, hvar þeir eiga að taka björg til næsta dags, en eng-
inn, með hverju hann á að gjalda.
Skefilsstöðum, 31. maí 1887
Jón Jónsson frá Efranesi
Sveinn Ólafsson frá Ytra-Mallandi
Benóný Oddsson frá Borgarlæk
Guðmundur Andrésson frá Selá
Guðmundur Gunnarsson frá Hvammkoti
Til
herra umboðsmanns Ólafs Sigurðssonar
í Ási
Allir klausturjarða landsetar í Staðarhreppi hafa í dag falið mér á
hendur að rita yður, háttvirti herra umboðsmaður Reynistaðarklaust-
ursjarða, og biðja yður allra auðmjúkast að gefa meðmæli yðar ireð
hér viðlögðu bréfi til landstjórnarinnar með að fá niðursetningu á
eftirgjöldum ábýlisjarða sinna vegna hins bága ástands, sem nú er
hér í flestum sveitum, bæði skepnufækkun og bjargarskortur, eins
og yður mun fullkunnugt. Það mun mega fullyrða, að hér í þessum
hreppi mun hafa farizt í vetur og vor allt að fjórðahluta þess fjár,
er sett var á síðastliðið haust, og talsvert af hrossum, en meira en
helmingur af vorlömbum, og er þetta ekki smáræðis hnekkir fyrir
fátæka menn, eins og Staðarhreppsmenn mega heita að hafa verið,
áður en þeir fengu þetta fjarska áfelli, og þetta fjarska fjártap er
mest að kenna heyjunum, hvað þau voru óholl og ónýt til fóðurs fyr-
ir skepnurnar. Vér treystum á mannúð yðar, að þér leggið það bezta
til við amtmann og landstjórn, að þessi tilslökun fáist, sem vér för-
um fram á í viðlögðu bréfi, sem er, að vér fáum eftirgefinn helming
af landskuldum þeim, er oss bar að greiða í fardögum, og að oss ekki
gjöri að greiða meira en hálf jarðargjöld þetta nýbyrjaða fardagaár,
ef nokkrar líkur kynnu heldur að verða á því, að vér gætum dregið
128