Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 93
MÁNAÞÚFA OG TRÖLLA-LÖGRÉTTA
Sumir hafa getið þess til, að hinn svonefndi Mánahaugur sé hin
forna Mánaþúfa. Þetta fær með engu móti staðizt og er í beinni mót-
sögn við allar heimildir, og kem ég að því síðar.
Landnáma telur Mánaþúfu austan á Skagamrm og að Eilífur örn
hafi numið ausmrströnd Skagans aðeins fyrir innan Mánaþúfu, en ekki
alla ausmrströnd hans. Prófessor Ólafur Lárusson telur, að Mána-
þúfuörnefnið sé týnt og stafar það sennilega af ókunnugleika hans
og svo af því, að aðrir hafa á undan honum talið þetta örnefni týnt.
En af sinni alkunnu skarpskyggni álítur próf. Ólafur þó ólíklegt, að
landnám Mána hafi náð lengra inn á Skagann að austan en að vestan.*
Þetta er án efa rétt álit hjá próf. Ólafi. Þó álímr hann, að Hvalnes
geti hafa verið innsta jörð að austan í landnámi Mána. Þetta hlýmr
að stafa af ókunnugleika próf. Ólafs á staðháttum á Skaga.
Nú er það næsmm því föst regla hjá höfundum Landnámabókar,
þar sem landnám lágu að sjó, að þeir tilgreina jafnan kennileiti við
sjóinn sem takmörk landnámanna. Þessi kennileiti mátm ekki vera
neinar venjulegar þúfur eða því um líkt. Þau þurfm að vera glögg,
svo að ekki yrði um þau villzt, því ella gat síðar risið ágreiningur og
ófriður út af takmörkum landnámanna.
Algengast var, að landnámsmenn helguðu sér land með því að „fara
eldi um" landnám sitt. Það mátti gera á tvennan hátt. Annaðhvort
með því að kveikja bál á hæðum í kringum landnámið, þannig að
frá einu bálinu mætti sjá tvö þau næstu sitt hvoru megin, og öll urðu
bálin að vera kveikt á einum og sama degi. Ekki þurfti að gera bál
þeim megin, sem sjór lá að landnáminu. Ef um nes eða skaga var að
ræða, nægði því að gera bálin þvert yfir nesið eða skagann á milli
fjarða.
Hin aðferðin við eldhelgun lands var að gera eld við árós, einn
eða fleiri, og töldu menn sig þá eiga land svo vítt sem vatn rann að
þeim ósi eða ósum, er þeir gerðu eldinn við. Dæmi voru og til, að
menn létu nægja að skjóta tundurör (þ. e. ör með eldi í) yfir þann árós,
þar sem þeir helguðu sér land.
* Próf. Ól. Lárusson: Landnám í Skagafirði, bls. 84.
91