Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 102
SKAGFIRÐINGABÓK
sand haustið 1898 og sagt er frá í Hrakningum og heiðavegum, I. b.
Sagt er, að Rósant hafi setið yfir kvíaám mislingasumarið fræga 1882
og ekki vikið frá þeim nótt eða dag.
Arið 1886 flutti séra Zophonías Halldórsson frá Goðdölum að
Viðvík, en hafði Goðdali í sínu umsvari til næsta árs. Um sumarið
1886 fékk séra Hálfdan Guðjónsson Goðdali. Hann var þá ókvæntur
og búlaus og var á írafelli til næsta vors. Vorið 1887 fór séra Hálfdan
norður að Melgerði í Saurbæjarhreppi til þess að aðstoða við búferli
móður sinnar, frú Sigríðar Stefánsdóttur, frá Melgerði að Goðdölum.
Þessi búferlaflutningur varð bæði erfiður og sögulegur. Þriðjudaginn
17. maí komu þau mæðgin að Flatatungu með margt fólk og fjölda
af hestum. Þá skall á stórhríð, sem stóð í fjóra sólarhringa. Ferða-
fólkið var í Flatatungu yfir hríðina, en þar var ekki hægt að fá neitt
hey handa hestunum, og var tekið það ráð að fara með þá á haga út
í Silfrastaðafjall. Eftir ástæðum leið þeim vel þar, því þar var logn
og aðeins lítil föl, þegar upp birti. í þessu mikla áfelli var stórkostlegur
fellir víða um Skagafjörð, bæði vegna heyleysis og líka af því að búið
var að sleppa fé.
Eitt af hjúum frú Sigríðar Stefánsdóttur var Rósant Pálsson. Svo
vel vildi til, að Rósant var kominn með féð að Goðdölum fyrir hríðina,
en á því urðu lítil vanhöld, því að það var haft í húsi og séra Hálfdan
hafði fengið hey frá árinu áður hjá séra Zophoníasi.
Rósant var eitt ár í Goðdölum, en síðan fór hann að Víðivöllum í
Blönduhlíð og var þar vinnumaður í þrjú ár. Þá bjuggu á Víðivöllum
bræður tveir, Sigurður og Gísli Sigurðssynir, góðir bændur og ríkis-
menn. Rósant var hjá Gísla, sem bjó á hluta af jörðinni með Sigur-
laugu móður sinni.
Þess skal þegar getið um Rósant, að hann þótti góður fjármaður.
Hann var heyspar og hélt fé til beitar, eftir því sem unnt var, gekk
snyrtilega um hey, vildi hafa fé hreint og pillaði skán úr bringukolli.
Rósant hirti sauði á Víðivöllum, og voru þeir ellefu tíu að tölu. Hann
stóð yfir þeim uppi í fjallinu myrkra á milli og stundum í tunglsljósi,
þegar gott var. Einu sinni komu þeir bræður í sauðahúsin á sumar-
daginn fyrsta til þess að skoða sauðina. Þegar Sigurður hafði skoðað,
sagði hann, að þrír sauðir væru heldur rýrir, ef vorið yrði vont. Þá
100