Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 185
RITDÓMAR
Sagan hefst í brúðkaupsveizlu, þar sem Paradís verður að umræðuefni, en
undir ræðuhöldum og veizlugleði gemr einn gestanna þess, að hann sé bú-
inn að týna gráum fola, þrátt fyrir að skrifað stendur, að menn eigi ekki að
stela. Á leiðinni heim úr brúðkaupinu ríður hann fram á Hervald í Svalvog-
um, þar sem hann teymir gráan fola. Þegar markið er athugað, kemur í Ijós,
að eyrað er skaddað, og Hervaldur fær að heyra, að hann hafi soramarkað fol-
ann. Þetta verður til þess, að Hervaldur er kærður fyrir að hafa tekið þennan
gráa fola, en raunar hefir þjófnaðargrunur hvílt á honum lengi meðal ná-
granna hans, þó að þeir hafi ekki kært sig um að gera veður út af því. Sagan
segir síðan frá rannsókn málsins, játningu Hervalds, og lýkur þar sem hann
kveður börn sín og heldur af stað til að taka út refsingu fyrir afbrot sín.
Þjófur í Paradís er ekki saga mikilla atburða hið ytra, og höfundur kærir
sig ekki um að beina miklu Ijósi inn í völundarhús sálarlífsins. Hann gætir
þess að segja ekki of mikið. Lesandinn verður sjálfur að ráða fram úr og
glíma við ýmsar spurningar, sem sagan leggur fyrir hann, eins og til að
mynda, hvaða öfl knýja Hervald í Svalvogum til að gerast þjófur. Nágrann-
ar hans afsaka hann með því, að hann hafi fyrir 6 börnum að sjá og það
komi á hreppinn að sjá fyrir þeim, ef hann verði dæmdur, og þá sé betra
að láta kyrrt liggja. Það var því hálfgerð slysni, sem kom rannsókninni af
stað. Hann játar þjófnaðinn með þessum orðum: Eg gat ekki að þessu gert.
En hitt kemur fram, að lesandinn fær ekki varizt sterkum grun, að honum sé
nautn að því að láta blóðið renna, og nágrannarnir hafa tekið eftir því, að
hendur hans eru flekkaðar í storknuðu blóði. Að öðru leyti nýtur Hervaldur
samúðar og vinátm hjá börnum og fullorðnum. Sambandi hans og drengj-
anna á Brandsstöðum er til að mynda lýst af næmum skilningi. Sú sraðreynd,
að veiðifélagi þeirra er þjófur, fær ekki kæft vinátm þeirra til hans. Og
raunar á þetta við um alla nágranna hans. Meira að segja Björn á Dunki,
sá sem kærði hann í upphafi, iðrast verksins og vildi geta tekið kæruna afmr,
þegar hann hefir fundið gráa folann, sem hann saknaði og grunaði Hervald
um að hafa tekið og soramarkað. Sýslumaðurinn sjálfur, sem beitir öllum
brögðum til að fá Hervald til að meðganga, verður manngerð samúðarinnar,
þegar hann sér, að Hervaldur er í tapaðri stöðu. Allar mannlýsingamar eru
gerðar af hlýju og skilningi, án þess að persónurnar fái óraunverulega gyll-
ingu til að skarta með. Sérstæðasta persóna sögunnar er Kolfinna, kona Her-
valds, hann fékk hana, þegar hún hafði verið búin að glata æskunni. Það
hafði Olafur gamli á Kljásteini séð um. Meira er ekki sagt, en þrátt fyrir á-
gjafir örlaganna, heldur þessi kona reisn sinni. Eftir að Hervaldur er orðinn
uppvís að þjófnaði, lokar hún sig inni í þögn, og hún ýtir honum frá sér,
þegar hann hefur seilzt til hennar í rúminu og viljað fá hana til sín. Hún
kveður hann ekki, þegar hann fer til að taka út refsingu sína, en hún kemur
út í bæjardyr og horfir út á túnið, þegar Hervaldur límr um öxl og lyftir
183