Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 78
SKAGFIRÐINGABÓK
því Sigurður á Lóni var góður kunningi minn. Þegar ég skildi við
þá Jón um kvöldið, skaut hann 5 eða 6 púðurskotum úr byssunni mér
til heiðurs! - Þegar ég fór um hlaðið í Ási, var Guðmundur bóndi
úti og spurði mig, hverju hefði sætt skothríð sú hin mikla. Sagði
ég honum alla söguna. Brosti Guðmundur þá og hristi höfuðið, en
þótti ergilegt, að ég fékk ekki selinn, en sætti sig þó við það eins og
ég, að Sigurður fékk hann, því öllum var vel við Sigurð á Lóni.
í Hróarsdal bjó Jónas Jónsson. Hann var sexmgur, er við fluttumst
að Ríp, en í fullu fjöri, átti unga konu, Lilju Jónsdótmr. Hún var þá
um þrímgt. Eignuðust þau börn, meðan við vorum á Ríp og eftir að
við fórum þaðan. Jónas varð 87 ára, dó í Hróarsdal 1927.
Jónas var þríkvæntur og átti 30 börn. Hann var gáfumaður, hag-
mælmr vel, hafði lesið mikið og mundi það vel. Lækningar smndaði
hann lengi og þótti heppinn í því, kvaðst hafa tekið á móti 500 börn-
um. Engin ljósmóðir var í Hegranesi, er við vorum þar, en Pálína
Björnsdóttir á Syðri-Brekkum var þá venjulega sótt þangað, þó tók
Jónas enn á móti börnum, ef hans var vitjað. Pálína Björnsdóttir var
mikilhæf kona, móðir Hermanns Jónassonar ráðherra.
Jónas í Hróarsdal var smiður góður bæði á tré og járn, listfengur
maður. Kunni mngumál, svo sem dönsku, þýzku og eitthvað í ensku.
Ég hændist fljótt að honum, hann ræddi við mig eins og ég væri full-
orðinn maður, og sat ég oft í Hróarsdal lengi dags og skrafaði við
Jónas. Sagði hann mér þá margt merkilegt úr ævi sinni, bæði verald-
lega atburði og dularfull fyrirbrigði. Hann vakti fyrsmr manna athygli
mína á skáldskap Stephans G. Stephanssonar, átti hann mörg af kvæð-
um hans í úrklippum úr Winnipeg-blöðunum. Fannst Jónasi mikið
til um skáldskap Stephans, og varð ég einnig mjög hrifinn af kvæðum
hins djúpvitra skálds, þótt ólíkur væri hann uppáhaldsljóðskáldum
mínum, sem voru Jónas Hallgrímsson, Steingrímur Thorsteinsson,
Grímur Thomsen og Þorsteinn Erlingsson. Síðan hafa nokkrir bætzt í
þann hóp. Síðari hluta ævi minnar hef ég meira lesið skáldsögur og
smásögur, svo og ævisögur en ljóð.
Jónas í Hróarsdal var í hugsun og hugsjónum langt á undan sam-
tíð sinni. Ég man, að einu sinni sem oftar fór ég að Hróarsdal í skamm-
deginu. Veður var milt og gott, dálítið snjóföl á jörðu. Stjörnubjart,
76