Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 73
í HEGRANESI UM ALDAMÓT
Jóni, Ólafi, Þórði og Skafta; Jón var 16 ára 1900, Ólafur 14, hinir
yngri. Eina dóttur áttu þau hjón, en hún var jafnan vanheil og náði
ekki andlegum þroska. Jón fór síðar til Danmerkur og þaðan til Amer-
íku, alfarinn. Ólafur varð læknir (d. 1927).
Guðný fluttist á eignarjörð sína Lón í Viðvíkursveit og bjó þar um
hríð. Þórður varð síðar bóndi þar, sonur hennar, dugandi maður og
prýðilega greindur. Skafti fór til Reykjavíkur og smndaði ýmis störf,
síðast hjá tollstjóra, greindur maður, dó á bezta aldri. Þórður varð
ekki heldur langlífur.
Ólafur Gunnarsson lærði undir skóla hjá föður mínum, og lásum við
bræður og hann saman undir 2. bekkjar próf. Ólafur er sá af vinum
mínum, sem mér er minnisstæðastur. Það hafði verið ákveðið áður en
Gunnar faðir hans dó, að hann lærði undir skóla hjá föður mínum.
Þessari ákvörðun var ekki breytt, enda mun Björn augnlæknir, föður-
bróðir Ólafs, hafa boðist til að láta piltinn hafa fæði hjá sér. Um vorið
1902 fóru þeir svo suður, Ólafur og Magnús, en ég varð eftir, var þá
lasinn og treysti mér ekki. Þeir urðu efstir allra, er próf tóku upp úr
1. bekk, Magnús efstur (eins og jafnan úr því, bæði í menntaskóla
og háskóla) og Ólafur næstefsmr. Hygg ég, að ég hefði náð prófi, ef
ég hefði reynt, en svo varð ekki, hvorki þá né síðar.
Ólafur Gunnarsson var skarpgáfaður maður og átti ákaflega létt
með að læra. Var hann nær jafnvígur á öll lærdómsfög, þó kannski
einna beztur í stærðfræði - en lakasmr í málum. Þó kunni hann latín-
una mjög vel, og dönsku og þýzku skildi hann fullkomlega og talaði
síðar, enda dvaldi hann við nám í Danmörku og Þýzkalandi. Held ég,
að ég hafi engan mann þekkt, er minna hafi þurft að hafa fyrir því að
læra en Ólaf, nema ef vera skyldi Magnús bróður minn. Þó las Magnús
bemr en Ólafur skólafög, enda var Ólafur aldrei meðal „dúxa" (efstu
manna) í skólum, en Magnús ætíð. Magnús var efsmr við stúdentspróf,
Ólafur með góða 1. einkunn, svo og við embættispróf, en Magnús fékk
ágætiseinkunn við embættispróf. Ólafur var lausari við lesturinn. Þó
mátti heita, að hann læsi mjög vel námsgreinar, en sá var mestur
munurinn, að Ólafur hafði ekkert fyrir stærðfræðinni, hún lá opin og
auðveld fyrir honum, en Magnús þurfti að hafa talsvert fyrir henni.
Fyrir mitt leyti segi ég það hiklaust, að stærðfræði hin æðri og tor-
71