Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 50
SKAGFIRÐINGABÓK
nafnið í daglegu tali notað um allan norðurenda eyjarinnar. Hæð
bjargsins er þarna 156 m yfir sjávarmál og er lóðrétt í fjöru niður.*
Inn í Kaldbakinn suðvestanverðan skerst þriðji hvammurinn og
nefnist Lambhagi. Þangað voru flutt lömb á þeim tíma, er fráfærur
tíðkuðust, og af því er nafnið komið. Þarna voru lömbin í sjálfheldu,
því að hundrað metra standbjarg er fyrir ofan og uppganga úr fjör-
unni í hvamminn slæm. Hvammurinn er allvel gróinn grasi og lyngi,
einnig er þar töluvert af eini, en hann vex hvergi annars staðar á eynni.
í hvammi þessum er mjög skjólgott, má heita, að þar sé logn í öllum
áttum.“*
Skammt norðan við Lambhagann sveigir bjargið til norðausturs,
unz nyrzta enda eyjarinnar er náð. Heitir þar Eyjarendi.*** Þar hefur
bjargið lækkað mjög, er tæplega 100 m hátt. Þaðan sveigir það
næstum beint til suðurs. Opnast þar stór og breið vík, er Kaldbaks-
vík nefnist. Innst í botni hennar er hæð bjargsins enn minni, og þar
er gjá, sem kölluð er Bolagjá. Sagt er, að eitt sinn hafi fullorðin naut
verið að stangast þar á brúninni og hafi annað þeirra hrökklazt fram
af og alla leið niður í fjöru. Þarna er bjargið ekki lóðrétt, svo að
sennilega hefur boli runnið eða oltið nokkurn hluta leiðarinnar. Var
þegar hafizt handa um að sækja skrokkinn af bola, en þegar menn
komu þar að, stóð boli í fjörunni á öllum fjórum og virtist hvergi
brotinn. Þótti slíkt með ólíkindum. Hann var síðan leiddur inn allar
fjörur og inn í svonefnda Bæjargjá, en þar er greiðfær gata upp á
eyna. Þegar upp á bakkann kom, datt tuddi hins vegar dauður niður,
* „Skarfasetur heitir í bjarginu nokkuð fyrir norðan Jarðfallið, vestanmegin
á eynni. Þar verpti áður mikið af skarfi, en það tókst af að mestu í jarðskjálft-
unum 1899. Þá hrundu heilar spildur úr bjarginu, þar sem þeir urpu." (J. J.)
* * „Er þar mjög veðrasamt," segir J. J. um Kaldbakinn. „Það er einkennilegt,
að fremst á bjargbrúninni er venjulega hlé eða hægt veður, þegar vindur
stendur upp á bjargið, en veðurofsinn nær sér, er nokkra faðma er komið frá
brúninni. Þá eru brúnir bjargsins víðast blásnar á nokkrum kafla upp af bjarg-
brúninni og þar gróðurlaust."
*** „Eyjargafl heitir norðurendi eyjarinnar. Er það hátt bjarg þvert fyrir
Eyjarendann." (J. J.)
48