Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 89
í hegranesi um aldamót
Pálsson, ung og alúðleg hjón. Kom ég oft þangað þessi ár, reri stund-
um með Páli á litlum pramma, sem hann átti, og dró fisk á handfæri.
Oft var ég með byssu mína á andaveiðum eða gæsa og annarra fugla
þar út frá, kom þá stundum heim að Garði.
Einn vormorgun snemma reið ég út á Garðssand, skildi hestinn
eftir, en gekk niður sandinn. Skaut ég þar tvo máva, eina önd og lóma,
mig minnir tvo. Um fótaferðartíma reið ég heim að Garði. Var mér tek-
ið vel að vanda. Þar voru þrjár bækur, sem ég hafði ekki séð áður: Sög-
ur herlæknisins eftir Zakarias Topelius. Eftir að ég hafði fengið kaffi
og heitar lummur, tók ég til bókanna. Hallaði ég mér upp í rúm og
las allan daginn. Fólk fór út til vinnu sinnar, og alltaf las ég, hugfang-
inn af lestrinum og gleymdi mér alveg. Ég hef sjálfsagt fengið mat
og kaffi um daginn, en Topelius hafði alveg lagt huga minn undir sig.
Loks um seinan háttatíma lauk ég við síðustu bókina og kvaddi fólkið.
Ég man, að ég var eins og utan við mig, ég var einhvers staðar með
hetjunum sænsku og finnsku með sín löngu sverð, lensur og stálbrynj-
ur. Ég mundi, að ég átti einhvers staðar hest, Hallur var úti á hlaðinu,
hann hafði sótt hestinn og látið hann í hestarétt, sem þar var. Ég
kvaddi Hall og reið út túnið. „Hvert ætlarðu?" kaOaði HaOur, „ætlarðu
ekki heim til þín?" Ég hafði riðið í öfuga átt. Þá féU af mér þessi
undarlega leiðsla eða mók, ég skammaðist mín, sneri aftur og reið
þegjandi fram hjá Halli í rétta átt. Þannig gat ég, á þeim árum, sökkt
mér niður í bækur og gerði það oft. Mér leið þá oft illa á eftir, fannst
ég ekki vera ég sjálfur, heldur einhver af þeim mönnum, er ég var
að lesa um, eða í allt öðru umhverfi en ég var.
87