Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 57
MÁLMEY
að þar mátti enginn hestur vera, og væri út af því brugðið, átti hús-
freyjan í eynni að missa vitið.#
Hestleysið í Málmey áður fyrr var mjög bagalegt, var til dæmis allt
hey borið heim á bakinu, svo og allir aðdrættir neðan frá sjó. Gegnir
furðu, að menn, sem annars voru dugnaðarbændur til sjós og knds,
skyldu una við slíkt, en gamlar venjur og þjóðtrú átti sterk ítök í hug-
um manna á liðnum öldum - og allt fram á vora daga. Þó tók hitt út
yfir, að hjón máttu ekki búa í Málmey tuttugu ár samfleytt. Væri svo
gert, átti húsfreyjan að hverfa til illra vætta í Hvanndalabjargi norðan
Ólafsfjarðar. Svö mögnuð var hjátrú þessi, að það var ekki fyrr en á
búskaparárum fósturforeldra minna í eynni, að gengið var í berhögg
við hana. Fóstra mín gekk sjálf fram í því að flytja fyrsta hestinn
fram í eyna, og skömmu seinna voru þeir orðnir þrír. Eins bjuggu
þau í Málmey lengur en tutmgu ár og kom ekki að sök.* **
Hvergi hef ég séð neitt um það, af hverju hestur mátti ekki vera
í eynni, en aftur á móti er til gömul þjóðsaga til skýringar á því, hvers
vegna húsfreyjan átti að hverfa eftir tuttugu ára búsem. í sögunni
kemur fram sú trú manna, að ávallt væri næg björg í búi í Málmey,
þótt á þromm væri í landi, og skal því hér endursagður kafli úr henni:
Seint á fimmtándu öld bjó sú kona í Málmey, er Guðrún hét og
var almennt kölluð Málmeyjar-Gunna. Eftir tilvísun draummanns var
hún sem ungbarn nærð á eitri, að eigi mætti henni eitur grand vinna
síðar á ævinni. Sagt er hún hafi gifzt mtmgu sinnum og misst alla
* „Það hefir stundum verið farið með hesta á ís fram að Málmey til að sækja
bjargræði á vetrardag. Hefir þá konan jafnan ætlað að verða frávita." (Sr. Jón
Norðmann: Allrahanda, Rvík 1946, bls. 68). - Þau álög átm einnig að hvíla
á Málmey, að þar þrifust ekki mýs.
** Þjóðsagan um hvarf húsfreyjunnar í Málmey til illra vætta í Hvanndala-
bjargi (eða -björgum) er til í ýmsum gerðum. Hin þekktasta þeirra (Málm-
eyjarkonan) er í þjóðsögum Jóns Arnasonar, skráð af Jóni á Gautlöndum. -
„Það hefur annars verið almenn trú, að engum lánist sama jörðin lengur en
mtmgu ár til ábúðar, auk þess sem það er tekið fram um Málmey." (Neðan-
málsgr. í Þjóðs. J. Á. I, Rvík. 1954, bls. 413).
55