Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 86
SKAGFIRÐINGABÓK
arastúku, mig minnir, að hún hafi verið nefnd Morgunstjarnan. Það
var helzt ungt fólk, er gekk í það félag. Faðir minn var í stúkunni, en
helztu máttarstólpar sveitarinnar, Ásverjar og Sigurjón í Holti, voru
ekki með. Stúkan átti enga framtíð og lognaðist út af fljótlega, eins
og margar aðrar smástúkur, sem Sigurður stofnaði, þar sem engin
skilyrði voru til slíks félagsskapar, hvorki hús né áhugi.
Biskupinn yfir íslandi, herra Hallgrímur Sveinsson, fór um Skaga-
fjörð sumarið 1900. Hann yfirheyrði okkur fermingarbörnin á Ríp. Er
mér minnistætt, hversu ein stúlkan, Stefana Björnsdóttir frá Ketu, stóð
sig vel. Biskup var ljúfur maður, en alvarlegur í framkomu. Hann
vísiteraði allar kirkjur í prófastdæminu, m. a. Hofsstaðakirkju. Á
Hofsstöðum bjuggu tveir bræður, Björn og Sigurður Péturssynir, báðir
í röð fremstu bænda þar í sveit. Björn var afi Hermanns ráðherra
Jónassonar. Biskup, sem var áhugasamur um vínbindindi, var vanur
að spyrja sóknarnefnd á hverjum stað um ástand í þeim málum í við-
komandi sókn. Á Hofsstöðum spurði hann að venju, hvort mikið væri
um drykkjuskap þar í sveitum. Björn Pétursson varð fyrir svörum
og mælti að sögn: „Vestan Vatna þekki ég ekki til þeirra hluta, en
hér austan Vatna má það ekki minna vera."
Hafís var stöðugt viðloðandi land á hverju vori, held ég, frá því ég
man fyrst eftir mér um 1890 og öll árin, sem við vorum á Norður-
landi, og lengi eftir það. Stundum lá ísinn landfastur langt fram á vor.
Eitt árið, sem við vorum á Ríp, kom fyrsta skip á Sauðárkrók um 20.
júní. Þá var víðast orðið kaffilaust, nær því alls staðar sykurlaust og
víða lítið um kornmat. Þeir, sem aflögufærir voru, hjálpuðu hinum.
Fátækt var mikil víða í Skagafirði, en hungur var ekki algengt í þeim
sveitum, sem ég þekkti til. Eftir frásögnum fólks úr Blönduhlíð (Ólínu
Jónasdótmr) og fólks úr útsveimnum (Sléttuhlíð, Fljómm) virðist
þó hafa verið bjargarskormr í þeim sveimm smndum. Fátækt fólk
kom á heimili foreldra minna og var ósköp fegið að fá mikinn og
góðan mat, var beinlínis áberandi, að það var svangt. Fremur var það
þó sjaldan, að vart varð við það. Samkvæmt ævisögum, sem ég hef
lesið, virðist ástandið hafa verið verra sunnanlands en í góðum sveit-
um norðanlands. Ég er nú heldur ekki alveg fjarri því, að sögu-
höfundar hafi kannski smndum gert meira úr eymdinni og hungrinu
84