Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 79
í HEGRANESI UM ALDAMÓT
en nýtt tungl og því nokkuð dimmt. Ég hafði staðið lengi við, og
Jónas gekk með mér heim undir tún á Ríp. Svo hugfanginn var ég af
framtíðarspám Jónasar, að ég sneri afmr með honum og gekk heim
að Hróarsdalstúni, og þá sneri hann enn aftur og fylgdi mér heim á
brekkuna ofan við Ríp. Spáði Jónas þá, að brátt mundu koma vél-
knúnir vagnar og það svo fljótt, að hann lifði það. Ef til vill hefur
hann lesið einhvers staðar um tilraunir með fyrstu bílana. Sagði hann,
að við yrðum að byggja vegi um allt landið fyrir þessa vagna, því
að ekki þyrftum við á járnbrautum að halda, vagnarnir, sem hann
nefndi svo, yrðu ódýrari og þægilegri en járnbrautir með sínum vagn-
lestum. Þá spáði Jónas því, að menn færu brátt að fljúga í þungum
flugvélum vélknúnum, og byggðist flug þessara flugvéla á sama lög-
máli og gildir um flug fugla. Kvaðst hann vera sannfærður um þetta.
Hann hélt, að Rússar og Þjóðverjar færu brátt í stríð. „Þá sigra Þjóð-
verjar," sagði ég. „Nei," sagði Jónas, „það hindra Englendingar og
Frakkar."
Ég held, að Jónas í Hróarsdal hafi verið með allra gáfuðusm
mönnum, sem ég hef talað við, en hann var enginn málskrafsmaður á
mannfundum, fremur dulur og ómannblendinn, en þegar ég var einn
með honum, opnaði hann hug sinn og sýndi mér inn í það mikla
forðabúr fróðleiks og hugsjóna, sem hann átti þar geymt. Jónas var
ómagamaður mikill og fátækur af þessa heims auði, tel ég víst, að
það hafi hvílt þungt á honum. Börn Jónasar hafa mörg erft hinar
fjölbreytm gáfur hans á ýmsan hátt.
Jónas í Hróarsdal var fyrsti maður, er fræddi mig um nútíma spirit-
isma og miðla, hafði hann lesið talsvert um þau mál og fannst mikið
til þess koma, sem vonlegt var, að geta komizt í samband við fram-
liðna menn, ef óyggjandi sannanir fengjust um, að hvorki um svik né
sjálfsblekkingu væri að ræða. Ég var og er enn á sama máli og Jónas,
tel sjálfsagt, að þessi mikilsverðu mál séu rannsökuð gaumgæfilega
og án allra fordóma.
Hamar er næsti bær sunnan við Ríp, og næsti bær þar fyrir sunnan
er Keta. Orstutt er á milli bæjanna. Á Hamri bjó 1900-1904 Jón
Stefánsson og í Ketu Björn Stefánsson, voru þeir bræður. Báðir voru
þeir greindir vel, en höfðu nokkra ómegð, einkum Björn. Kona hans,
77