Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 68
SKAGFIRÐINGABÓK
synda. Ég hafði verið þar í hópi glaðra pilta í fjögur vor, í júnímánuði.
Voru þeir flestir úr sveit okkar, en nokkrir lengra að komnir, svo sem
Jón Sigurðsson frá Reynistað, síðar alþingismaður, og Árni Jónsson
frá Hafsteinsstöðum, síðar bóndi í Vík. Þetta voru afbragðspiltar.
Horfði ég með söknuði upp til sundlaugarinnar, því nú yrði ekki
lengur hægt að sækja þangað þrótt og gleði. Valdimar Guðmundsson,
síðar bóndi í Vallanesi, var sundkennari okkar eftir að Páll Ólafsson
dó úr lungnabólgu í janúar 1898, eða í tvö vor (1898-99). Páll var
einnig kennari á Hólum við búnaðarskólann, en dó heima í Litladals-
koti, ágætur maður. Valdimar var gagnfræðingur frá Möðruvöllum.
Hann var prýðilegur í grasafræði. Kenndi hann okkur grasafræði
jafnframt sundnáminu, og lærðum við þar að þekkja fjölda grasa og
blóma, því kringum laugarnar á Steinsstöðum og Reykjum óx mikið
af hvorutveggja.
Valdimar var mjög aðlaðandi og lipur maður, gáfaður og vel
menntaður eins og margir Möðruvellingar, sem vel smnduðu nám,
urðu hjá þeim Hjaltalín, Stefáni Stefánssyni og Halldóri Briem. Valdi-
mar hafði lag á að stjórna þessum strákahópi, og mér þótti vænt um
hann og ég held flestum.
Ein stúlka lærði að synda með okkur, Sólveig Daníelsdóttir frá
Steinsstöðum. Hafði hún tjald sér, og hún ein var í sundfömm, en við
strákarnir höfðum engar sundskýlur. Sundskýla Sollu var úr hvítu
lérefti, heimasaumuð Var teygjuband um mitti stúlkunnar og einnig
neðan við hnén. Var þetta heilmikil flík. Varð Solla því vandlega að
gæta þess, er hún fór í laugina, að strjúka loftið úr skýlunni, því lér-
eftið var þéttofið. Eitt sinn gleymdist þetta, og flaut þá stúlkan upp
þannig, að fætur stóðu upp úr, en höfuðið var niður í. Til allrar ham-
ingju var einhver nálægur og sneri henni við. - Sólveig var ágæt telpa,
eins og allt það fólk frá Steinsstöðum.
Við fórum um hlaðið á Reykjum. Þá bjuggu þar Árni Eiríksson,
organisti og forsöngvari, og kona hans, Steinunn Jónsdóttir, Sveins-
sonar prests á Mælifelli. Þau hjón voru miklir vinir foreldra minna.
Ekki var nú tafið á Reykjum, enda kveðjur áður fram farnar. Var nú
riðið út eftir, fram hjá Vindheimum, þar sem Eyjólfur bjó Jóhannesson
og Guðbjörg Sigurðardóttir, merkishjón, orðin gömul, dóu með smtm
66