Skagfirðingabók - 01.01.1967, Side 69
í HEGRANESI um aldamót
millibili, hún 30. desember 1903, hann 6. febrúar 1904. Eyjólfur var
nokkuð einkennilegur maður að því leyti, að hann talaði flest eða
allt, sem hann hugsaði. Vildi til, að hann var gæðamaður, annars hefði
illa farið. En oft var spaugilegt að heyra hann tala, því hann gat engu
leynt, blessaður karlinn. Þau hjón höfðu átt son (eða fósturson), er
fórst á hryggilegan og voveiflegan hátt í Reykjafossi. Það var löngu
áður en við komum norður. Aldrei sá ég fossinn, án þess að sá at-
burður stasði mér fyrir hugsjón. Ég sá hinn unga mann, þar sem hann
stóð á klöpp þeirri, sem er á fossbrúninni í miðri á, og svo steypti
hann sér niður í fossinn.
í Hólminum mættum við manni, Jófti Ásgrímssyni bónda í Húsey.
Um hann var sögð skemmtileg saga. Jón annaðist ferju á Húseyjar-
kvísl. Eitt sinn kom maður ríðandi að sunnan og kallaði á ferju. Jón
fór að vanda og ferjaði manninn. Hann dró upp fimmtíu króna seðil
og rétti Jóni, en ferjutollurinn var 25 aurar. Peningar voru þá ekki
miklir hjá fólki. Var sagt, að maður þessi, sem kom alla leið frá
Reykjavík, hefði alls staðar boðið 50 kr. seðilinn fyrir greiðasölu og
næturgistingu, en enginn getað skipt og gefið til baka. Jón í Húsey tók
við seðlinum, reri yfir og labbaði heim í hægð og ró, var alllengi inni,
kom svo afmr og fékk manninum fjörutíu og níu krónur sjötíu og
fimm aura. - Jón í Húsey var heiðursmaður. Hann dó 1918.
Mig undraði mergðin af fuglum, einkum alls konar öndum, á leið-
inni út sléttlendið. Þannig var og í Hegranesinu, ótrúleg mergð af
fuglum, bæði mófuglum og öndum, álftum og gæsum (helsingjum)
á vorin. Upp Héraðsvötn gengu þá selir og allt fram í Grundarnes
framan við Borgarey, þar kæpti selurinn þá. Nú sést varla selur í
Héraðsvötnum. Þórður bóndi á Lóni í Viðvíkursveit mun hafa gengið
mest í því að skjóta selina á skörinni í Austurósi Vatnanna. Skaut
hann að sögn smndum 200 seli á einum vetri, eða hátt á annað
hundrað.
Oll árin, sem við vorum á Ríp, var mjög mikið af sel í Austur-
vötnunum. Lágu þeir í hópum uppi á grösugum bökkunum í sólskin-
inu, og aldrei reið maður eða gekk lengi fram með aðalkvíslum árinnar
án þess að sjá sel, einn eða fleiri. Þó komu þeir sjaldan í Rípur-
kvíslina, sem var vestan við engjaeyju Rípur, enda mjög auðvelt að
67