Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 31
ÞÁTTUR JÓNS BENEDIKTSSONAR Á HOLUM
tengdamóður. Bréfi þessu var ekki sinnt, svo að ég viti. Þykir mér
sem sterkar líkur bendi til, að það sé rétt, sem mér hefur sagt verið,
að Vilhelm, tengdasonur Jóns, hafi leitazt við að ómerkja jarðarsöluna
og hvatt fastlega til þess, að Jón yrði sviptur fjárforræði. Stutm síðar
er Jón prófastur orðinn eigandi þess hluta Hofsstaðasels, sem Jón
seldi ekki. Hefur þá Vilhelm verið seljandi eða skipt við prófast fyrir
aðra jörð (makaskipti).
Illa undi Jón sínum hlut, eins og áður er getið. Beit hann sárlega
bannið líkt og í kaþólskum sið. Auðvek er að setja sig í spor hans.
Engin viðskipti mátti hann hafa nema með leyfi fjárhaldsmanns, og
um öll meiriháttar viðskipti varð fjárhaldsmaður að sækja um leyfi
til amtmanns og lúta hans boði. Set ég hér bréf frá amtinu, dags. á
Akureyri 30. apríl 1883. Bréfið hljóðar svo orðrétt, þótt stafsetning
sé mín: „í bréfi dags. 28. þ. m. hafið þér, herra sýslumaður, samkvæmt
beiðni og skýrslu hlutaðeigandi fjárhaldsmanns, lagt til, að eftir-
nefndar jarðir þess ómynduga, Jóns Benediktssonar á Hofi verði seldar
undir hendinni, sumpart til skuldalúkningar og honum til ferðakostn-
aðar til Vesturheims, eða til framfærslu og búsauka:
1. Nautabú í Hjaltadal 17 1/10 hdr., veðsett fyrir 1120 kr. 33 aurum,
sem eru heimtaðar af skuldareiganda - fyrir minnst 1200 krónur.
2. Háls í Kinn í Þingeyjarsýslu 14 4/10 hdr. fyrir minnst 1120 krónur.
3. Hrappsstaðir í sömu sveit 9 9/10 hdr. fyrir minnst 600 krónur.
Amtið fellst á þessar tillögur yðar, og skal því við bætt, að sam-
kvæmt tilmælum yðar hef ég skýrt Vilhjálmi Bjarnarsyni í Kaupangi,
sem hefur umboð fjárhaldsmannsins til að selja Háls og Hrappsstaði,
úrslit þessa máls, að því leyti er þessar jarðir snertir."
Þótt Jón fengi meðmæli nokkurra góðra manna,* greiddist ekki
erindi hans fyrr en Jóhannes Ólafsson var orðinn sýslumaður Skag-
firðinga. Gaf hann Jóni skýlaus meðmæli sín um endurheimt fjárfor-
ræðis (dags. 2. desember 1885). Segir hann þar m. a.: „Þar eð Jón
* 18. apríl 1883 skrifar Jóhannes Þorfinnsson sýslumanni Skagfirðinga og
biður hann að hlutast til um, að Jón fái fjárforræði á ný, þar eð hann hafi í
huga að flytjast af landi brott, og vilji bæði hann, kona hans og synir, að hann
verði frjáls maður fjárhagslega, áður en hann fari úr landi.
29