Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 76
SKAGFIRÐINGABÓK
Skafti var yngsti bróðirinn á Hellulandi. Var hann vafalaust gott
mannsefni, en hann drukknaði innan við tvítugt í Héraðsvötnum,
er hann ætlaði að synda í land úr dragferju á Vesturósnum, en ferjan
hafði staðnæmzt vegna bilunar nokkra faðma frá landi.
Ég kom oft að Hellulandi og ætíð mér til ánægju og uppbyggingar.
Sigurður hreppstjóri var vitur maður og fann upp ýmis áhöld, sem
mikið voru nomð um langan tíma, svo sem grind, er fest var ofan á
ljái, er slegið var á hinum grasmiklu, en votu flæðiengjum í Skaga-
firði. Sópaðist þá heyið allt í múginn, tróðst ekkert niður í bleymna,
sem oft var allt að því í ökkla, jafnvel meira. Hann var og mikill
smiður á járn, smíðaði m. a. byssu; var það gott verkfæri, að vísu fram-
hlaðin, eins og flestar byssur voru um aldamót.
Hegranesið er fögur sveit. Skiptast á mýrasund og grasi vaxnir
hvammar, holt og móar, há björg og stöðuvötn stór og smá. En báðum
megin eru slétt og grösug flæðiengi með Héraðsvötnunum og víð-
lendir flóar austan við Ríp, sem þá voru víða slæmir yfirferðar og urðu
þó verri síðar. Nú hefur þetta flæmi verið þurrkað og bíður ræktunar.
Þótti mér það einkennilegt, er ég kom að Ríp í fyrra (1961), að ganga
þurrum fótum á hörðum grassverði, þar sem áður var vatnselgur.
Hæstu bergin eru þessi: Hólmaberg norðvestan við Ríp. Austan
þess er stórt silungsvatn, Hólmavatn. Litlu norðar er Urriðaberg og
austan þess Urriðavatn. Þar er einnig silungsveiði. í Hólmavatni
hafði ég löngum net og veiddi silung allt sumarið. Voru það stutt net,
er ég lagði frá landi með tréstöng, en eitt sumar höfðum við þó bát
við vatnið um tíma, en veiddum ekki vel. Það var bleikja, sem veidd-
ist. - Hæsta bergið er utan við bæ þann, sem áður hét Vatnskot. Ekki
man ég nafn á því, en nú mun það nefnt Hegraberg, eftir því sem
Ólafur á Hellulandi sagði mér. Ég kom þangað oft, og var mjög fallegt
um að litast í allar áttir.
Á Vesturósi Héraðsvatna var dragferja, lá stálstrengur yfir ósinn,
og var ferjan með sveifarspili í öðrum stafni. Flóð og fjara var í
ósnum og straumur því til skiptis út eða inn. Erfitt mjög að ferja,
þegar straumar voru mestir, og þurfti þá tvo menn að snúa spilinu.
Jón Magnússon Ósmann var ferjumaður. Hann var kraftamaður
74