Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 35
ÞÁTTUR JÓNS BENEDIKTSSONAR Á HOLUM
Mjög skortir mig heimildir um ævi Jóns vestra, einkum árin 1890-
1900. Var hann þá orðinn gamall maður og örþreyttur, svo að árin
hafa liðið án mikilla viðburða. Þorbjörgu tengdadóttur sinni sendi
hann nokkur bréf, öll mjög vinsamleg. Eitt þeirra dagsetti hann í
Mountain 20. september 1894. í öðru bréfi til hennar, með glataðri
dagsetningu, sagði hann, að utanáskrift til sín væri: Akra P. O. Pem-
bína C, Norður-Dakota. Enn eitt sendibréf til Þorbjargar dagsetti hann
í Gladstone í Manitoba 9. janúar 1900. Segist hann þá hafa verið tvo
undanfarna vetur hjá Halldóri syni síhum, en tvö næstliðin sumur í
Argylebyggð, mest hjá Gunnari. Heldur andar köldu frá honum til
Benedikts sonar hans. Hann telur Halldór hafa lent í ógeðfelldum
tröllahöndum og geti hann því ekki notið skjóls hjá honum. Gunnar
segir hann, að hafi reynzt sér mjög góður á allan hátt og hafi þeir
oftast verið saman. Hann gleðst mjög vegna námshæfni Þóru sonar-
dóttur sinnar. Telur hann, að hún ætli að lesa lögfræði. Hann hefur
orð á því, að sér sé mjög í hug að komast heim til íslands og bera
þar beinin.
Bréfaskipti hefur hann á þessum árum við nokkra (ekki marga)
Hjaltdælinga. Er hann þar sem jafnan dulur um eigin hagi. Ekki leynir
hann þó heimþrá sinni og átthagatryggð. Aldrei nefnir hann í bréfum
sínum, að hann þrái að koma heim til að sjá kvöldskinið í Hóla-
byrðu né næsta umhverfi Hólastaðar, heldur til að ljúka ævi sinni á
æskuslóðum og hljóta legstað í Hólagarði. Jón lézt að heimili Gunnars
sonar síns og Sigurbjargar tengdadóttur sinnar hinn 19. febrúar 1907.
Hann var jarðsunginn frá Marshland Hall af sr. Bjarna Þórarins-
syni og hvílir í Marshland grafreit.
Vafalaust er það, að Jón hefur dáið saddur lífdaga. Örlögin voru
honum óvægin. Hann braut skip sitt í spón, svo að ekki bjargaðist
fjárhlumr. En er ég virði fyrir mér ævigöngu hans, þá koma mér í hug
orð Bjarna Thorarensens: „Eru oss öllum í árdaga ill eða góð ör-
lög sköpuð! Væla oss forlög sem flugu ljós" o. s. frv. Var ekki eðli-
legt, eins og honum var í hendur búið, að svo færi sem fór? Talið er,
að sterk bein þurfi til að þola góða daga. Mun það rétt vera.
3
33