Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 92
SKAGFJRÐINGABÓK
i Al. Eilífr nam land fra Mana þufu til Gönguskarz ár ok Laxardal
og bio þar."
í Sturlubók (útg. í Khöfn ár 1900) bls. 186, kap. 186-187 segir svo:
Holmgaungu-Mani het maðr, er nam Skagaströnd fyri vestann inn til
Fos ær en fyri austann til Manaþufu ok bio í Manavik. Eilífr
aurn het maðr son Atla Skíðasonar ens gamla Barðarsonar í A1.
Eilífr nam land inn frá Manaþufu til Gaunguskarðs ær ok Lagsár-
dal ok bio þar . . . .
í Melabók (og Þórðarbók) (útg. í Khöfn ár 1921) hljóðar textinn
svo á bls. 99, kap. 186 og 187: „Holmgöngu Mane er maðr nefndur
er nam Skagaströnd firir vestan inn til Fors-aar, enn firir austan til
Manaþufu. Hann bio í Manavijk .... Eilífr aurn het maðr Atlason
Skíðasonar hinz gamla Bardarsonar iarls (líkl. misskrifað fyrir i Al).
Hann nam Skagaströnd hina eystre, inn fra Manaþufu til Göngu-
skarðsáros og Laxardal og bio þar."
Ollum ber þessum gerðum Landnámabókar saman um, að Mánaþúfa
hafi verið takmörk á landnámi Mána að austan, þ. e. Skagafjarðar-
megin, því tæpast verður orðalag Landnámabókar skilið á annan veg
en að Mánaþúfa sé á austurströnd Skagans. Þórðarbók, sem raunar
er að mestu afrit af Melabók, tekur það líka skýrt fram, að Eilífur
örn hafi numið Skagaströnd hina eystri „inn frá Mánaþúfu til Göngu-
skarðsáróss." Þarna hygg ég að komi fram, að Styrmir var kunnugri á
Skaga en aðrir höfundar Landnámabókar, því að fullvíst þykir, að
Melabók stafi frá Landnámabók Styrmis. Eftir því hefur þá Hólm-
göngu-Máni numið austurströnd Skagans út frá Mánaþúfu, þ. e. a. s.
norðan Mánaþúfu.
Þar sem líldegt er, að Styrmir fróði hafi lært eða alizt upp á Þing-
eyrum, þá er ekki svo langt þaðan út á Skaga, að vel mátti Styrmi
vera kunnugir staðhættir á Skaganum og þaðan stafar sennilega orða-
lag Melabókar, að Eilífur örn hafi numið „Skagaströnd hina eystri
inn frá Mánaþúfu." Þetta orðalag stafar auðsjáanlega af því, að höf-
undur þess hefur verið kunnugri á Skaga en aðrir landnámabókarhöf-
undar.
En hvar er þá Mánaþúfa? Mun ég nú leitast við að svara því eftir
föngum.
90