Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 138
SKAGFIRÐINGABÓK
sem maður hennar dvaldi og foreldrar hennar átm heima. Sjálf lokaði
hún yngri soninn inni í baðstofunni og gekk svo ein og ósmdd gegn
hersingunni, er þokaðist að bænum. Er fundum bar saman, hneigðu
útlendingarnir sig djúpt fyrir hinni ungu móður. Hún hneigði sig lít-
ið eitt til þeirra, gekk svo rakleitt til þess, sem bar drenginn, og hreif
hann úr örmum hans. Var henni það og fúslega eftir látið. Blikinu
og einbeittninni í augum og svip móðurinnar hefur drengurinn aldrei
gleymt síðan. Hún var áreiðanlega tilbúin að fórna öllu fyrir barn
sitt, ef ekki yrði annars kostur. Að vísu leið drengnum sannarlega vel,
þegar hann var afmr kominn í móðurfaðminn, en hann horfði þó enn
á útlendingana vinaraugum. Hann gat ekki skilið, hvers vegna þetta
einstaka ævintýri mátti ekki halda áfram lengur. Áður en móðirin gat
snúið við, þyrpmst útlendingarnir að henni og var auðsjáanlega mik-
ið niðri fyrir. Þeir klöppuðu henni á herðarnar, töluðu í ákafa og pöt-
uðu mjög, einkum þó í áttina til sjávar En mnga þeirra var svo fram-
andi, að engu sambandi varð á komið. Raunalegir á svip horfðu þeir
á eftir móðurinni, er hún gekk frá þeim með barn sitt til bæjar. Þeg-
ar þangað kom, lokaði hún vandlega að sér og börnum sínum. Varð
þess og ekki langt að bíða, að maður hennar, faðir og fleiri grannar
kæmu á vettvang og hitm hina erlendu menn.
Naumast þarf að taka það fram, að söguhetjan í þessari frásögn -
ef frásögn skyldi kalla - er ég sjálfur. Við hana er bundin ein af allra
fyrstu minningum bernsku minnar. Þessi einstæði, ævintýralegi at-
burður í fásinni útkjálkans brenndi sig inn í barnsvimnd mína óaf-
máanlegu letri. Og enn í dag stendur hann mér skýr og lifandi fyrir
hugarsjónum.
Eitt af vikublöðunum í Reykjavík, frá árinu 1900, segir þannig frá
þessum atburði: „28. júlí strandaði frönsk fiskiskúta, Coquette frá
Dunkerque, nálægt Þangskála, Skaga. Þar varð mannbjörg. Uppboð
varð 13. ágúst og hljóp um 1950,00 kr. Þar voru seldar 240 tunnur
af saltfiski, og var verð á honum og öllu öðru lágt. Skipsskrokkur-
inn var seldur á 51,00 kr." - Svo mörg eru þessi frásagnarorð, og skal
hér nokkru við bætt til nánari skýringar.
í niðaþoku og óvenjulega þungum sjávarstraumi bar frönsku skút-
una af leið upp á ytri skershalann í Þangskálavík. Hafði stýrimaður
136