Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 182
SKAGFIRÐINGABÓK
Víkjum þá fyrst að ævisögunni. Sæmundur er fæddur og uppalinn í Fljót-
um, og þar dvaldist hann langt fram á fullorðinsár. Hann lýsir hér bernsku
sinni og unglingsárum við störf og leik, heimilisbrag og lifnaðarháttum. Það
dylst ekki, að foreldrar Sæmundar hafa verið heilbrigt og þróttmikið fólk. A
heimilinu hefur ríkt glaðværð. Börnin tápmikil, og alin upp við meira frjáls-
ræði en tíðkanlegt var á þeim tímum, eftir því sem ég hef lesið og heyrt.
Þrátt fyrir þetta var hvergi slakað á kröfum um dugnað og iðjusemi. Börnin
vöndust snemma mikilli vinnu, jafnvel slarki og svaðilförum, sem mörgum
myndi blöskra nú á dögum. Hér hefur eflaust verið lögð haldgóð undirstaða
að því þreki og seiglu, sem Sæmundur hefur tvímælalaust verið gæddur. Því
fer þó fjarri, að bernskuár höfundar hafi verið skuggalaus. Þungbærasta á-
fallið, sem hann varð fyrir, var að horfa á eftir systkinum sínum tveimur og
fósmrbróður niður í gröfina, verandi sjálfur á þröskuldi lífs og dauða. Virðist
sá atburður hafa markað djúp spor sem von var til.
Sæmundur Dúason fæddist árið 1889. Allt til ársins 1914 smndaði hann
margvísleg störf til sjávar og sveitar. Sterkust tökin virtist þó sjórinn eiga í
honum, og mun hann hafa orðið harðfengur og dugandi sjómaður. En sjó-
mennska á þeim árum var varla heiglum hent. Árið 1910 kvæntist Sæmund-
ur frændkonu sinni, Guðrúnu Þorláksdóttur, og reism þau þá bú á Kraka-
völlum. Fjórum árum seinna taka þau hjón sig til og fara tii Reykjavíkur.
Sezt Sæmundur nú í Verzlunarskólann, og lauk hann prófi þaðan eftir tveggja
vetra nám. En víst er um það, að ekki gekk honum til áhugi á verzlunarstörf-
um, heldur einfaldlega þekkingarþrá. Þegar heim kom, héit Sæmundur áfram
búskap og sjómennsku. Þó grípur hann í að segja til börnum og unglingum
í sveitinni. Smátt og smátt verður honum ljóst, að hugur hans hneigist mest
til að fræðast sjálfur og fræða aðra. Það er þó ekki fyrr en vorið 1934, að
Sæmundur lýkur kennaraprófi og tekur við starfi sem barnakennari þeirra
Fljótamanna. Virtist nú Sæmundur fyrst vera kominn á sína réttu hillu sem
kennari og bóndi í heimasveit sinni. Mun hann hafa hugað gott til framtíð-
arinnar. En skammgóður varð sá vermir, því að Sæmundur varð að flæmast
burt eftir fárra ára kennslustarf. Er nokkuð greint frá tildrögum þess, og má
greina mikinn þunga og sárindi undir niðri, þótt stillingar sé gætt í frásögn-
inni. Það hef ég fyrir satt, að Sæmundur hafi verið frábær kennari og mikill
mannkostamaður, og er því óhætt að fullyrða, að þeir Fljótamenn hafa skað-
azt meir en þá líklega grunar á þessu glapræði sínu.
Og hverfur nú Sæmundur úr Fljótum. Næstu 10 ár er hann kennari í Gríms-
ey - eða til 1950 - en þá flyzt hann með fjölskyldu sína til Siglufjarðar og
kennir við barnaskóiann þar til ársins 1959, að hann læmr af störfum fyrir
aldurs sakir.
Ævisaga Sæmundar, eins og hann segir hana, læmr ekki mikið yfir sér,
en þeim mun kostadrýgri er hún. Hér má kynnast manni, sem búinn er á-
180