Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 82
SKAGFIRÐINGABÓK
gengur með þá, sem á undan öðrum eru með framfarir. Hann mun
hafa tapað stórfé vegna ábyrgðar, er hann gekk í fyrir kaupmann einn,
sem þá var á Sauðárkróki, en seinna fluttist til Reykjavíkur, og varð
Sigurjón félítill eftir það tap.
Sigurjón var greiðvikinn maður og velviljaður. Hann var vinur
foreldra minna. Mér, unglingnum, var hann alúðlegur og hjálpsamur
við hrossarekstra yfir hin miklu vatnsföll á haustin hin fyrsm, er við
vorum á Ríp, en við urðum oft að sækja stóðhrossin fram að Mæli-
felli, því þau sótm í gamla haga á Eyvindarstaðaheiði. Oft kom ég að
Eyhildarholti og var ætíð vel tekið.
Sigurjón flutti frá Eyhildarholti, hinni miklu og góðu jörð, á aðra
stórjörð, Sjávarborg, árið 1912 og 1915 að ípishóli í Seyluhreppi, þar
dó hann 1919. Sigurlaug Vigfúsdóttir, sem jafnan bjó með Sigurjóni
til dauðadags hans, var ágæt og mikilhæf fríðleikskona. Aldrei gengu
þau í hjónaband, en átm börn saman.
Á vetrum höfðum við marga hesta á járnum á Ríp. Við átmm 5-6
góða reiðhesta. Þeim - sem og öðrum tömdum hesmm - var gefið inni
allan vemrinn, eftir að snjóar og svell lögðust á jörð. Stóðhross voru
mörg, beit var góð, og gekk sumt af fullorðna stóðinu lengi úti, en
folöld og unghross voru snemma tekin í hús. Við riðum oft okkur til
skemmtunar á sléttum ísum Skagafjarðar, smndum að heimsækja
kunningja, smndum á skemmtisamkomur í sveitum eða á Sauðárkróki,
eða þá í einhverjum erindum. Oft aðeins til að fá okkur hressingar-
sprett um glæra ísana, undir mána, stjörnum og norðurljósum.
Mikið fórum við á skaumm, karlar og konur, einkum ungt fólk.
Voru það þá heimasmíðaðir skautar, spenntir á fæturna með ólum.
Það var Jónas í Hróarsdal, sem flesta skautana smíðaði. Líklega hefur
Jónas einnig búið til ólarnar, því hann var jafnvígur á allar smíðar.
Oft var einnig farið á sleðum, og var hesti beitt fyrir sleðana. Oftast
vom notaðir aktaumar, mjór kaðall, sem smeygt var fram fyrir hnakk-
nefið og svo riðið fyrir sleðum. Við á Ríp höfðum þó aktygi á sleða-
hestana. Var skemmmn góð að aka um ísana, er færi var gott, sem oft
var á þeim árum, brakandi frost og stillur. Þegar veður var ekki fært
80