Skagfirðingabók - 01.01.1967, Side 105

Skagfirðingabók - 01.01.1967, Side 105
FJÁRSKAÐI í ÖLDUHRYGG ekki, hvað hann átti að gera, því að vafasamt fannst honum, að hann hitti bæinn, ef hann færi beina leið heim. Þess vegna tók hann það ráð að fara beina leið undan brekkunni ofan að ánni, og svo ætlaði hann að fara suður með henni og freista þess að ná Grundarhúsinu, því að það var svo nærri árbakkanum. í þessum svifum hraktist hundur- inn Hringur undan veðrinu og hvarf út í sortann. Við það gat Stefán ekki ráðið, en tók stefnu ofan að ánni. En hvort sem hann hefur gengið lengur eða skemur, kom að því, að snjórinn brast undan fótum hans og hann sveif fram af hárri hengju og kom niður í dúnmjúka fönn, án þess að meiða sig. Hann sá ekkert frá sér, en reyndi að átta sig á, hvar hann væri, og brátt varð honum ljóst, að hann væri kominn ofan í árgilið, því að hann heyrði til árinnar rétt hjá sér, en hún var auð milli skara. Hann klifraði upp hengjuna, en komst ekki upp og hrapaði niður aftur. Hann reyndi afmr og afmr að komast upp án árangurs, og ekki þorði hann að fara út eða suður með ánni, því að hann hélt, að skarirnar myndu bresta. Fyrir þennan 12 ára dreng var því ekki annað ráð en að láta fyrir berast, þar sem hann var kominn. Og nóttin fór í hönd. Það var fremur lygnt undir hengjunni, en glóru- laust kafald og mikið frost. Stefán lagðist niður í snjóinn, og það fennti dálítið að honum. Þarna var hann næsm 12 klukkustundirnar. Oftast vissi hann af sér, en eitthvað mun honum hafa runnið í brjóst öðru hverju. Þegar liðið var undir morgun, birti hríðina nokkuð og sá í heiðan himin, en mikil skafhríð var. Þá tókst Stefáni að komast upp úr gilinu og heim að bænum. Á leiðinni heim fann hann eina kind á mýrinni fyrir utan túnið. Hann ætlaði að reka hana heim, en hún gat ekkert hreyft sig, var alþakin brynju og hengdi .niður höfuðið. Nú víkur sögunni að Miðvöllum til Rósants. Hann rak fé sitt út fyrir Miðvelli um morguninn, allt nema hrúta og þrjú smálömb, sem inni voru. Ekki er vitað nákvæmlega nú, hvað það var margt, en lík- lega hefur það verið rúmlega 50 fjár. Seinni part dagsins var Rósant uppi í tóft að taka hey í poka, en þegar hann kom út afmr, var stór- hríðin skollin á. Hann fór þá að leita fjárins og fann nokkrar kindur fyrir utan, þar sem féð átti að vera, rak þær áleiðis heim, en lenti dá- lítið neðan við húsin og gat með engu móti komið þeim að húsunum. Ekki treysti hann sér til að rata heim að Ölduhrygg og lét fyrir berast í 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.