Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 110
SKAGFIRÐINGABÓK
en grösugur, og Djúpidalur að sunnan. Hann gengur langt austur í
hálendið, grösugur og fagur og er afrétt Djúpdælinga og hefur verið
um aldaraðir.
Þegar þess er gætt, að ég hafði þetta fagra fjall fyrir augum nálega
daga og nætur fyrstu 20 ár ævi minnar, verður skiljanlegt, að með
okkur tengdust vináttubönd, sem lengi munu endast. Eg sá það,
þegar ég vaknaði á morgnana, og það var hið síðasta, sem ég sá, áður
en ég sofnaði á kvöldin. Það var hluti af lífi mínu öll þessi ár. Það
mótaði með vissum hætti bernsku mína og æsku. Það var baktjald
alls þess, sem fram fór á hinu þrönga sviði bernsku minnar. Það tók
þátt í gleði minni og sorgum .... Það var trúnaðarvinur minn 20
mestu mótunarár ævi minnar. Getur þá nokkur láð mér, þótt ég
kalli Glóðafeyki í Blönduhlíð fjallið mitt?
Þótt ég hafi ráðizt í að skrifa nokkurs konar eintal um Glóðafeyki,
geri ég ekki ráð fyrir, að ég geti látið aðra sjá fjallið með mínum
augum. Samband mitt við það var svo persónulegt og ég sá svo margt
í fjallinu, sem enginn annar mun hafa séð, að það er kannski vonlaust
að skrifa nokkuð um þetta efni, sem hefur gildi fyrir aðra en sjálfan
mig. En efnið sækir á mig, svo að ég verð að halda áfram, þótt enginn
verði til að lesa þessar hugleiðingar .... Þetta verður minn svana-
söngur um fjallið mitt. Ef ég hefði verið skáld, hefði þessi svana-
söngur orðið að ljóði, en það ljóð verður aldrei ort, sem betur fer,
því að nú get ég hugsað mér, að það hefði orðið fagurt ljóð.
Þegar ég horfi á Glóðafeyki, en það geri ég ekki aðeins í hvert sinn,
er ég á leið um Skagafjörð, ég sé hann alltaf fyrir mér, hvar sem ég
er, þá sé ég ekki aðeins fagurt fjall. Mér þykir sem það búi yfir
persónuleika, síbreytilegum eftir aðstæðum og árstíðum. Það er engu
líkara en fjallið hafi sál. Kannski þó ekki í líkingu við mannlegar sálir.
Þessi persónuleiki fjallsins og sál þess hafði áhrif á allt líf mitt í
bernsku og æsku og ól mig með vissum hætti upp. Eg trúi því stað-
fastlega á mótandi áhrif umhverfisins og náttúrunnar á mannlegar
sálir. Það er mér óyggjandi staðreynd. Það er því blessun hverjum
manni að fæðast og alast upp í fögru og svipmiklu héraði.
Það, sem hafði einna dýpst áhrif á mig í sambúð minni við fjallið,
var kyrrðin. Þessi óbifandi kyrrð og jafnvægi á hverju, sem gekk.
108