Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 53
MÁLMEY
Norðan í Kaldbaknum verpir afar mikið af fýl, og í grjóturðum
víðs vegar undir björgunum er mikið teismvarp. Þar var og áður fyrr
töluvert af lunda. Einnig verpir svartbakur talsvert í eynni, fyrrum
aðallega í Lambhaganum, en hefur nú á síðari árum fært sig upp á
eyna.
Mjög er víðsýnt af Málmey í björtu veðri, einkum þó af Kaldbak.
Má segja, að þaðan blasi við allur Skagafjörður. Sérstaldega er Tinda-
stóll fagur og tilkomumikill við sólarupprás á vormorgni, slær þá oft
á fjallið rauðgullinni slikju (samanber síðustu orðin í kvæði Matt-
híasar um Skagafjörð). Af Kaldbak sést Grímsey vel í góðu skyggni,
einnig Hornbjarg, og ber það yfir Skagatá. í suðri blasir við hin
mikla bunga Hofsjökuls austan Mælifellshnjúks. Þetta er stór þrí-
hyrningur og mun óvíða sjást stærri úr aðeins 156 m hæð yfir
sjávarmáli.
Byggð og landkostir
Ekki mun kunnugt, hvenær byggð hófst fyrst í Málmey, og ekki er
hennar getið í Landnámu, en mjög er sennilegt, að eyjan hafi byggzt
að minnsta kosti á seinni hluta landnámsaldar. Forfeðurnir hafa tæpast
Iátið slíka kostajörð liggja ónotaða til lengdar. Þar er mjög snjólétt, og
hefur því lítið þurft fyrir heyskap að hafa með þeim búskaparháttum,
sem þá tíðkuðust. Gnægð af sel og fugli hefur þá verið þar og örstutt
á ágæt fiskimið, enda lá það orð á Málmey fyrr á tímum, að þar yrði
aldrei bjargarlaus bær.*
Segja má, að suðurhluta Málmeyjar halli til vesturs, en mið- og
þó einkum norðurhluta til austurs. Eini bærinn á eynni stendur - eða
stóð - nálægt miðbiki hennar austarlega. Túnið kringum bæinn var
að fornu máli talið 16 dagsláttur, og hétu þær allar nöfnum. Það
verður að teljast mjög sérkennilegt við túnið í Málmey, að sumar af
dagsláttum þess, og þar á meðal tvær samliggjandi, sem heita Neðri-
* Fyrsti ábúandi í Málmey, sem Jarða- og búendatal greinir frá, er Símon
Jónsson, býr þar til I79I, en óvíst, hve löng búseta hans hefur verið. Síðan
voru ábúendaskipti tíð, bjuggu sumir aðeins 1 ár og margir skemur en 5 ár.
51