Skagfirðingabók - 01.01.1967, Qupperneq 24
SKAGFIRÐINGABÓK
óhóflegu verði. Hann var ölkær um of, svo að ekki var sjálfrátt. Lék
vínguðinn hann svo illa, að honum sást iðulega yfir lágmarkskröfur,
sem gerðar voru um framkomu manna og háttvísi. Keypti oft brenni-
vín margföldu verði. Svo langt gekk ósvífni eins vinnumanns Jóns, að
hann seldi honum brennivínspela fyrir lambgelding. Sumir vinnu-
menn hans átm margt sauðfé og heyjuðu handa því um nætur, en
fengu sér blund um daga, er þeir áttu að vinna húsbónda sínum.
Vel sá Jón, hverju fram fór, þótt hann hvorki þættist sjá né léti til
sín taka. Um einn vinnumann, sem hjá honum var og hafði mikinn
hug á að eignast kindur, sagði Jón: „Hann er svo frómur, að ekki
tæki hann gull af göm sinni, þótt hann gengi á því. Ég mundi síður
ábyrgjast, ef það væri lambangi." Sjálfur átti Jón jafnan fjárhund, þótt
aldrei færi hann að fé, synir hans einnig, þótt ekki sinnm þeir fjár-
gæzlu. Var ekki furða, þótt upp gengju föng í búi, enda varð jafnan
margs vant, er líða tók á vetur: kjöts, tólgar og eldiviðar. Varð því oft
að leita langt til fanga og kaupa háu verði. Aldrei fékkst Jón við það
sjálfur, heldur valdi sér umboðsmenn (sendiboða) til þeirra starfa.
Þóttu þeir ekki allir vera honum hollir. Sagt var mér um nokkra menn
(sem ég vil ekki nafngreina), að þeir hafi verið svo forsjálir að búa
sig út á haustin með matarforða til þess að selja á „Hólamarkaði", er
líða tók á vemr.
Tarðir sínar seldi Jón smám saman og ekki allar háu verði. Tók hann
verð sumra þeirra út í mat og eldivið. Munu allar jarðirnar hafa verið
seldar eða veðsettar (Nautabú) fyrir 1880. Eru þar þó ekki taldar jarðir
þær, er börn hans áttu: Hólar, Hof, Kálfsstaðir og Hofsstaðasel.
Svo dregur að lokaþætti Jóns á Hólum. Benedikt sonur hans seldi
Hóla 25. apríl 1881 sýslunefnd Skagafjarðarsýslu. Kaupverðið var
13000 krónur* Nokkru síðar seldi Halldór Jónsson Kálfsstaði bónd-
* Enn er geymdur samningur þeirra feðga, Jóns Benediktssonar og Bene-
dikts sonar hans, þar sem Jón samþykkir sölu sonar síns á gjafa- og eignarjörð
hans til syslunefndarinnar, gegn þeirri kvöð, að Jón fái til eignar og umráða
frá næstu fardögum Hof í Hjaltadal fyrir 3000 krónur. Jón heitir því að
„undirgangast" samkvæmt loforði Benedikts við sýslunefndina að selja henni
jörðina fyrir sama verð, ef hann vill og þarf að selja. Hann lofar að farga ekki
22