Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 145
ÞÁTTUR AF GILSBAKKA-JÓNI
arnir duttu niður í rúmið og hreint fjallaloftið streymdi inn um rifinn
skjáinn.
Og nokkrum árum seinna var Jón farinn að vaka yfir vellinum.
Grár hestur sótti mjög í túnið. Svefn sótti fast á drenginn, þegar leið
á nóttina. Svo kom Gráni í túnið, og Jón fór að reka hann. Sú ferð
varð þannig, að strákur vaknar hátt uppi í fjalli, búinn að fara yfir
illgengt klettagil, en Gráni breyttist í sólina, sem skein glatt yfir
fjallsbrúninni.
Jón lærði „átta kafla kverið" undir fermingu.* Sat hann löngum
úti í fjósi með kverið, en hafði stundum annað lestrarefni til tilbreyt-
ingar. Nú var það eitt sinn, að hann las í kverinu, en faðir hans var að
störfum í fjósinu. Vissi Jón ekki fyrri til en faðir hans sló hann utan
undir vænan löðrung. Hafði hann, illu heilli, séð á hornið á Andra-
rímum út undan kverinu.
Jón var fermdur á tilskildum tíma með þessum vitnisburði: „Kann
og skilur tækilega vel, þæglátur".
Jón lærði allvel að skrifa. Skrifaði hann ávallt á hné sínu. Hann
lærði járn- og koparsmíði á yngri árum og lagði þar með grundvöll
að ævistarfi sínu. Einnig lærði hann að synda, sem þó var ekki algengt
í þá tíð. Bjargaði það lífi hans nokkru síðar, er hann féll af hestbaki í
Eyjafjarðará. Var áin í flóði, og hugðist Jón sundríða yfir hana, en
losnaði við hestinn, þegar hann hjó snögglega niður í malarbakka, sem
Jón varaði sig ekki á. Nokkurt vín var í honum. Byrjaði Jón á því að
synda eftir hatti sínum, sem flaut niður á, og síðan til lands. Ekki taldi
hann þrekraun neina að synda úr ánni, því að „hún var lygn eins og
hlandkoppur", sagði hann.
Jón flytur 19 ára gamall frá foreldrum sínum að Litladal og á þar
heima í þrjú ár a. m. k. Hefur líklega lært að smíða þau árin. Eitthvað
átti hann heima í Miklagarði og á Akureyri í eitt ár. Stundaði hann
sjó á tímabili og þá einkum hákarlalegur. Var oft sótt langt til hafs.
Á sjónum kvaðst hann hafa lært að drekka og kunni æ síðan. Þá hafa
hákarlalegurnar líklega eflt þann eiginleika hans að þola kulda öðrum
mönnum betur. Var hann gjarn á það, þegar hann var drukkinn á
* Það mun hafa verið Balles lærdómskver. (S. B.)
143