Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 54
SKAGFIRÐINGABÓK
Forur, eru rennisléttar eins og bezt gerast vélunnar sléttur nú á dögum
og hafa verið svo frá ómunatíð. Geta manni þar dottið í hug fornir
akrar, þótt slíkt virðist fremur ólíklegt.
Engin mótekja er í eynni og engin merki þess, að þar hafi nokkurn
tíma vaxið trjágróður. Sunnan og neðan við túnið er dálítið mýrlendi,
sem nefnist Drag, annars er eyjan öll þurrlend.
Trjáreki var áður fyrr mikill við eyna, en vegna þess að sjór gengur
þar víða í bjarg í brimum, var nauðsynlegt að ganga fjörurnar á lág-
sjávuðu og bjarga þeim trjám, sem þá fundust, upp í urðir undan
næsta flóði. Oft voru þessi tré afar stór, stundum allt upp í 18 álnir
á lengd og meir en faðmur ummáls. Þegar ég var smástrákur í Sléttu-
hlíð, var mér sagt, að þar í sveitinni hefðu baðstofur á þremur bæjum
verið þiljaðar innan í hólf og gólf með efni, sem fékkst úr einu rauða-
viðartré, sem rak á fjörur Málmeyjar.
Saga og fornar minjar
í Guðmundar sögu, biskups Arasonar er Málmeyjar getið og heldur
óvirðulega. Þar segir svo: „Eptir stadda ráðagjörð, hvert af skal snúa,
vendir herra biskup til skips ok flyzt í þat útsker, er Málmey heitir;
þat liggr til norðrættar frá biskupsstólnum, skammt undan landi; þar
er prestssetr."*
Þó að frásögn þessi sé ekki löng, má af henni ráða, að verið hafi
prestur í eynni, þegar sagan var færð í lemr, sennilega nálægt miðri
fjórtándu öld, því annars hefði höfundur sagt: þar var þá prestssetur.
Hitt aftur á móti, að höfundur sögunnar, Arngrímur ábóti Brandsson,
skuli kalla Málmey „útsker", stafar af því, að verið er að vekja með-
aumkun með biskupi vegna hrakninga hans, og ekki var útskerið
* Guðmundur biskup sat í Málmey frá því á jólaföstu 1221 og fram yfir
paska arið eftir. Hann hörfaði þangað undan Tuma Sighvatssyni og mönnum
hans. Ur Málmey hrökklaðist hann til Grímseyjar. Frá þessum atburðum segir
og allskilmerkilega í Sturlungu (íslendinga sögu og Arons sögu Hjörleifssonar).
Að öðru leyti kemur Málmey lítt við fornar sögur.
52