Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 143
ÞÁTTUR AF GILSBAKKA-JÓNI
eftir HJÖRLEIF KRISTINSSON
FORMÁLI.
Þáttur sá, sem hér fer á eftir, er tekinn saman með aðstoð Hjörleifs
Jónssonar. Var hann kominn á sextánda ár, þegar faðir hans dó og
mundi hann því vel. Hinnig hef ég sótt heimildir til móður minnar,
Aldísar Sveinsdóttur, en hún ólst upp hjá Jóni að verulegu leyti.
Loks má geta þess, að Stefán Jónsson á Höskuldsstöðum hefur verið
mér hjálplegur um einstök atriði sem hans var von og vísa.
Það kom í ljós, að meira hafði bjargazt af kveðskap Jóns en mér
fannst rúmast í þætti sem þessum. Þegar að því kom að velja og
hafna, réði ekki eingöngu mat mitt á skáldskapnum sjálfum, heldur
reyndi ég einnig að sýna sem flestar hliðar á skáldskap Jóns. Von-
andi getur það af ljóðabréfum Jóns og lausavísum, sem lagt var til
hiiðar að þessu sinni, birzt í Skagfirðingabók, þótt seinna verði.
Þeir, sem eru viðkvæmir fyrir grófu orðbragði, skyldu lesa
vísurnar með varúð, því víða geta hætturnar leynzt.
Skal ég svo ekki fylgja Gilsbakka-Jóni úr hlaði með fleiri orðum.
Ætt Jóns og uppruni
í Móðuharðindunum flosnaði upp Einar Jónsson, bóndi á
Skottastöðum í Húnavatnssýslu. Fór fjölskyldan á vergang. Nokkru
síðar fannst Elín, dóttir Einars, örmagna við túngarðinn á Nautabúi í
Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Þar bjuggu þá Jón Þorkelsson, bónda
á Eyvindarstöðum í Blöndudal, Björnssonar, lögsagnara á Guðlaugs-
stöðum, Þorleifssonar, prests í Blöndudalshólum, Ólafssonar, - og
kona hans Rósa Ólafsdóttir.
141