Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 126
SKAGFIRÐINGABÓK
sýslunnar. Einkum mun þó börnum hafa orðið sagna- og ljóðalestur
mikils virði. Hann dreifði huganum, deyfði hungurverkina. Hér var
því lagt gull í lófa framtíðarinnar. - Allir vildu ganga óhaltir, meðan
báðir fætur voru jafnlangir, einnig börnin, enda var brýnt fyrir þeim
að sýna stillingu og andlega reisn:
Sittu og róðu, svo ertu góður drengur.
Verm ekki að vola par,
við skulum þola raunirnar.
Lifa kátur lízt mér mátinn bezmr,
þó að bjáti eitthvað á,
úr því hlátur gera má.
En rammur veruleikinn var einnig kryddaður sætleik ævintýrsins.
Jafnvel frostrósir á gluggum orkuðu á hugann; með dálítilli hagræð-
ingu sáu börnin töfrahallir opnast; og hafísinn var engan veginn
sneyddur fegurðarljóma og þeirri dul, sem gefur ímynduninni vængi.
Það er merkilegt tákn þessara tíma, að nú var hafin markviss barátta
fyrir hvers konar félags- og menningarmálum í Skagafirði. Um 1870
tekur sjómannaskóli til starfa í Haganesi, kvennaskóli í Ási 1877. í
ársbyrjun 1882 er barnaskólinn á Sauðárkróki kominn á fót, um sömu
mundir Hólaskóli. Unglingaskólar eru í mótun úti um hérað. Áhugi
á stofnun lestrarfélaga eykst. Sveitablöð hefja göngu sína. Verzlunar-
samtök eflast og búnaðarfélög rísa upp, einnig bindindisfélög. Og svo
furðulegir hlutir gerast, að stofnað er leikfélag á Sauðárkróki hinn 13.
apríl 1888, er einna verst horfir með afkomu alls almennings. Það er
auðsætt, að Skagfirðingar búa vel að vonaryl, sem hungur og harðrétti
fær ekki sigrazt á, enda varð sigurinn þeirra að lokum.
BRÉF
Hjálögðum bónarbréfum, frá meiri hluta af Reynistaðarklausturs
landsetum, um linun á eftirgjaldi ábýlisjarða þeirra fyrir næstliðið og
124