Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 99
MÁNAÞÚFA OG TRÖLLA-LÖGRETTA
voru háð í Hegranesi og við Þingeyrar. En hvers konar þing hefur
þetta þá verið?
Mér þykir líklegast, að þarna hafi verið leiðarþing þeirra Skaga-
manna á söguöld, þar sem komið hafi saman menn bæði austan og
vestan af Skaganum.
Leiðarþingin voru haldin á surnrin að afloknu alþingi og oftast
bráðlega eftir að menn komu heim af alþingi. Hlutverk leiðarþinganna
fornu var einkum það að kynna mönnum heima í héraði þau laganý-
mæli, sem viðtekin höfðu verið á alþingi hverju sinni. Þá var ekki
önnur leið til að auglýsa það. Fornmenn höfðu hvorki dagblöð né
útvarp til þess. Auk þess hafa þar verið sögð almenn tíðindi og sögur,
er þingfararmenn höfðu heyrt á alþingi. Þá var og skóggangi o. fl.
lýst á leiðarþingum. Leiðarþingin voru því ekki þýðingarlítil fyrir
þjóðlífið á þjóðveldistímanum.
Skagamenn hafa ekki átt hægt um vik að sækja leiðarþing inn í
Hegranes eða á Húnavatnsþing að loknu alþingi. Þá fór sláttur í hönd
og menn áttu þá erfiðara með löng ferðalög. Á þeim árstíma (í lok
júní eða byrjun júlí) voru líka stórfljótin Blanda og Héraðsvötn oft
í vexti og þá illfær eða ófær yfirferðar niðri í byggð.
Það er því mjög líklegt, að þarna við Mánaþúfu, einmitt á tak-
mörkum landnáma þeirra Mána og Eilífs, hafi Skagamenn haft sitt
leiðarþing, til þess að almenningur þar ætti hægra með að sækja
þangað fréttir og vitneskju um laganýmæli og annað sem gerðist á
alþingi.
Þarna við Mánaþúfu hafa líka sennilega verið takmörk á goðorðum
þeirra bræðra, Atla ramma og Þjóðólfs goða á Hofi á Skagaströnd,
eins og fyrr getur. Þar sem þeir Atli og Þjóðólfur voru bræður, er
trúlegt, að þeir hafi einmitt komið sér saman um að hafa leiðarþingið
þarna.
Hringveggurinn hefur sennilega verið bæði skjólgarður og sæti
fyrir þá, sem þingið sóttu, og gám þá frásagnamenn verið inni í
miðjum hringnum á meðan þeir töluðu. Hringurinn er ekki stærri
en svo, að þeir, sem sám þar, gám vel heyrt það, sem sögumaður
sagði inni í miðjum hringnum.
Líklegt er, að þeir, sem lengst átm að sækja á leiðarþingið að
7 97