Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 135
FRÁ HARÐINDAVORINU 1887
Þótt ég þykist vita, að landstjórnin eigi muni álíta sér bært að veita
jafnmikla jarðarafgjaldalinun og hér er farið fram á, upp á sitt ein-
dæmi, þá hef ég samt eigi viljað leiða það hjá mér að senda yður hér
með, hávelborni herra landshöfðingi, þetta erindi umboðsmannsins,
en vil aðeins leyfa mér að leggja það til, að yður mætti þóknast að veita
leiguliðunum á Reynistaðarklaustursjörðum umlíðun með greiðslu
landskulda, sem komu í gjalddaga í síðastliðnum fardögum, þangað
til í komandi haustkauptíð.
Að því leyti, sem ábúendur á Hafragili, Skíðastöðum, Herjólfsstöð-
um, Skefilsstöðum, Keldudal og Hróarsdal biðja um afgjaldslinun
einnig vegna þess, að ábýlisjarðir þeirra hafa skemmzt af völdum nátt-
úrunnar, þá hef ég bent umboðsmanni á hér að lútandi fyrirmæli í
lögum 12 jan. 1884 um bygging, ábúð og úttekt jarða.
P.t. Reykjavík, 4. dag júlím. 1887
J. Havsteen
Til landshöfðingjans yfir íslandi
Amtmanni barst svar landshöfðingja í bréfi dagsettu 18. júlí 1887,
og tók hann það upp í bréf, sem hann ritaði umboðsmanni þann 17.
ágúst s. á. Þar segir „að ég álít mig með öUu bresta heimild til að
veita svo stórkostlega eftirgjaldalinun eða uppgjöf á þjóðjarðaafgjöld-
um, sem hér er farið fram á, en þar á móti vil ég samkvæmt tillögum
yðar í nefndu bréfi hér með samþykkja, að umboðsmaðurinn veiti
hinum efnaminnstu leiguliðum á jörðum Reynistaðarklaustursumboðs
umlíðun til næstkomandi haustkauptíðar með að greiða landskuldar-
gjöld þau, sem féllu í gjalddaga í síðastliðnum fardögum."
Var máli þessu þar með lokið.
(Bréfagerðir þær, sem hér hafa verið prentaðar, eru varðveittar í skjölum lands-
höfðingjaembættisins, nú í Þjóðskjalasafni).
133