Skagfirðingabók - 01.01.1967, Side 28
SKAGFIRÐINGABÓK
þar til fardaga 1884, en síðan í húsmennsku næstu þrjú ár. Benedikt
sonur hans bjó þar 1884-1886, en flyzt þá til Sauðárkróks.
Ekki fæ ég séð, að Jón hafi orðið eigandi að Hofi, þótt honum hafi
verið það í hug, er hann veitti syni sínum skriflegt samþykki, með
ákveðnum skilyrðum, til að selja Hóla eins og að framan er getið.
Það verður ekki fundið í veðmálabókum Skagafjarðarsýslu, enda er
óhugsandi, að hann hafi haft fjármagn til þess að greiða hið áskilda
jarðarverð. Þótt Halldór Jónsson væri aldrei talinn fyrir ábúð á Hofi,
bjó hann síðasta árið þar með heitkonu sinni Sigurlaugu, f. 4. febr.
1853, dóttur Holtastaða-Jóhanns og seinustu konu hans, Jórunnar
Einarsdóttur frá Þorsteinsstöðum í Tungusveit. Var Sigurlaug sögð
hreinleg kona, bráðdugleg og Halldóri samboðin. Kvæntist Halldór
henni síðar, er þau voru komin vestur um haf. Sigríði konu sína missti
Jón á Hofi. Hún lézt 28. júlí 1883. Þótti sveitungum hennar og þeim,
er hana þekktu, þar vera hnigin í valinn greind kona og góð, hrein-
lynd og hollviljuð, þótt hún dæi södd lífdaga ung að árum. Hafði Jón
síðan félag við Halldór son sinn og átti mötuneyti með honum.
A Hofsárum sínum fór Jón að leita sér ánægju í störfum meir en
áður og létti sér á stundum örðugleikana með því að heimsækja vini
sína. Þótt Jón væri að síðustu orðinn vinafár, þegar ölið var tæmt af
könnunni, varð hann aldrei vinum horfinn. Síðusm árin á Hofi átti
Jón mjög fátt búfé. Þó var í eigu hans grá hryssa, er hann nefndi
Gránu. Hafði hann keypt hana unga af Jóhannesi á Reykjum. Hún
naut frá upphafi mikils vetrareldis og var stólpagripur, rómaður gæð-
ingur og mikið eftirlæti hans. Var Jón mjög kær að góðum hestum og
kunni góð tök á að njóta kosta þeirra.
Þótt Jón ætti takmarkaðar gleðistundir á Hofi, glataði hann aldrei
með öllu skopskyni sínu, sem örvaðist, er hann hafði endurheimt
mannréttindi sín. Var það að vísu blandað nokkrum kulda. Síðusm
árin þar svaf hann í fremsta rúmi í baðstofu, gegnt inngöngudyrunum.
Þar hafði áður sofið vinnumaður Páls bónda Erlendssonar, er Jón
hét Helgason, ekki í miklu áliti og mjög ólíkur nafna sínum. Sagðist
Jón Benediktsson aldrei hafa átt þess von, að hann ætti eftir að sofa
í rúmi nafna síns, þótt svo væri komið. Fleiri glettniyrði í líkum tón
voru höfð eftir honum á þessum árum.
26