Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 116
SKAGFIRÐINGABÓK
þetta stolta fjall. Þessar smágerðu lífverur settu ekki mikinn svip á
fjallið til að sjá, en þær gæddu það þó lífi. Þær voru þarna fulltrúar
skaparans. Það fór því vel á því, að þær væru svona nálægt himninum.
Það litla, sem fjallið átti til af auðmýkt, fólst í þessum smávöxnu há-
fjallaplöntum, sem höfðu tekið sér þarna bólfestu.
Aldrei sá ég Glóðafeyki fegurri en á vorin og sumrin, þegar kvöld-
sólin varpaði rauðum bjarma á klettaþilin í ótal litbrigðum. Þá varð
fjallið að lifandi veru. Og þegar sólin var komin norður fyrir Tinda-
stól, sló töfrandi roðalit á klettana að norðan, en sunnan í þeim og í
giljunum mynduðust fjólubláir skuggar. Þarna háðu ljósið og skugg-
arnir leik fyrir opnum tjöldum. Jafnvel smástrákur, uppgefinn af
önnum dagsins, stóðst ekki þá hvítu töfra.
En nóttin sigraði í bili - hin bjarta, hvíta nótt. Roði dagsins hvarf
og fjallið tók á sig mýkt draumsins og næturinnar. Jafnvel heimskur
og hlédrægur drengur finnur á slíkum stundum, að hann er auðugur
í allri sinni fátækt, þótt hann eigi ekki eyrisvirði í veraldlegum fjár-
munum. Hann átti þó alla þessa fegurð, þessa djúpu kyrrð, þennan
bláa himin. Eftir slík kvöld var gott að sofna með frið fjallsins í
hjartanu.
Ég á þessu fjalli mikið að þakka. Það var gott fjall - viturt fjall.
Ég vildi, að það gæti fylgt mér eftir, þegar ég kveð þessa fögru jörð.
Ein spurning brann í sál minni hverju sinni, sem ég leit til fjallsins:
Hvað er á bak við fjalliðp Þetta var ein af gátunum miklu, sem minn
ungi hugur glímdi við á fyrstu árum ævinnar. En ég fékk ekkert svar.
Mér þótti jafnan austrið vera dularfyllst allra átta. Kannski vegna
þess, að það var mér nálega lokuð átt. Þar hlaut að vera eitthvað, sem
ég mátti ekki sjá. Fjöllin byrgðu þar sýn, og þá fyrst og fremst
Glóðafeykir. - Svo kom dagurinn alltaf að austan. Það var fagnaðar-
ríkt fyrirbæri og alltaf nýtt hverju sinni. Óteljandi morgna bernsku
minnar og æsku horfði ég út um austurgluggann á litlu baðstofunni
minni og fylgdist með döguninni. Fyrsti bjarminn sást alltaf sunnan
við Glóðafeyki, eða nánar tiltekið í dal þeim, sem liggur sunnan við
fjallið Fögruhlíð, er liggur lengra inni í hálendinu. Ég hef oft furðað
mig á því, hversu ég var þolinmóður að fylgjast með þessari hækkandi
114