Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 21
ÞÁTTUR JÓNS BENEDIKTSSONAR Á HOLUM
búinn afli stríðu"). Mér hefur verið tjáð, að eitt sinn færi Jón um veg
hjá koti nokkru, sem nefnt var Kringla (Kringlugerði) utan við Sleim-
staði. Var þetta smábýli og bygging í lakasta lagi. Þeir voru þar að
torfrism í flagi Jóhann og Björn, sem nú hafa nefndir verið. Þótti
honum hvorugur garpslegur. Er þá talið, að Jóni hafi orðið staka í hug
og látið fjúka:
Kastalann ei vantar vörn,
virðum frá eg greini:
Skjöldur knár og brezki Björn
beitmm ota fleini.
Aldrei hef ég heyrt Jóni eignaðar fleiri vísur.
Gott bókasafn erfði Jón frá föður sínum. Ekki hefur það vaxið í
höndum hans. Mun hann hafa gefið nokkrar bækur, en lánað sumar og
seint eða aldrei fengið afmr. Hann hafði ánægju af sögu og ættfræði.
Um þau efni þótti honum gott að ræða. Svo sem margir á þeim tíma
var hann þrautkunnugur rímum og kynnti sér auk þess ljóð ýmissa
anarra skálda. Það lýsir skáldskyni Jóns vel, hve mjög hann dáði skáld-
skap Matthíasar Jochumssonar, fyrr en hann hafði hlotið almenna
viðurkenningu, og talaði um ljóð hans af mikilli hrifningu.
Ekki verður fram hjá því gengið, hve háttsemi Jóns var oft sérstæð
og óviðfelldin, enda var hann talinn undarlegur maður. Sem dæmi um
það má nefna, er hann fór í kirkju, svo sem oft bar við, og sat hann þá
jafnan í kór. Stóð hann þá stundum upp um messutímann og gekk
hægt um gólf. Stundum, er hann var í sæti sínu, tók hann annarri
hendi (flömm lófa) fyrir bringu sér og glennti sig þá afkáralega. Var
það einkum, ef honum líkaði ekki kenning prestsins í stólnum. Má
vera, að hann hafi þá verið við öl og þessir tilburðir ölkækur hans.
Búnaðarsaga Jóns Benediktssonar verður auðrakin í stórum drátmrn
með fáum orðum. Þá er hann hóf búnað á Hólum móti föður sínum
vorið 1860, hefur prófasmr fengið honum bústofn, líklega skipt
lifandi peningi þeim, er hann átti, og látið Jón son sinn fá helminginn.
Framtal þeirra feðga fyrsm árin á eftir var að mesm jafnt (eftir fram-
19