Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 149
ÞÁTTUR AF GILSBAKKA-JÓNI
Þá var það stundum seinni hluta sumars, þegar héla var á jörð,
að Jón gekk til sláttar fyrir allar aldir. Þótti honum gott að slá hina
seigari engjabletti í hélunni, því að þá var sem brugðið væri í vatn.
Einu sinni var hann búinn að slá allan Brúnskurðinn, þegar aðrir
komu á fætur. Myndi það teljast gott dagsverk við venjuleg skilyrði.
Nýtinn var Jón á slægjubletti, þó að ekki væru þeir stórir. Þegar
hinar venjulegu engjar þraut síðsumars, þá fór hann stundum með
poka og orfið sitt, sló loðna bletti, þótt litlir væru, stakk heyinu í pok-
ann og bar heim til þurrkunar. Væri hann lattur þessarar iðju, kvað
hann betra að bera pokann núna, heldur en ganga með betlipoka á aðra
bæi undir vorið.
Jón lærði slátt með orfi, sem vantaði á neðri hæl. Hélt hann því
jafnan hægri hendi um orfið sjálft, enda þótt neðri hæll orfsins væri
á sínum stað.
Jón var ötull og áræðinn í ferðalögum og tók þá daginn snemma
sem endranær. Var hann oft á bak og burt úr gististað, þegar fólk
kom á fætur. Hann átti það jafnvel til að skilja ferðafélaga sína þann-
ig eftir, þættu honum þeir morgunsvæfir um of. Einu sinni á fyrri
búskaparárum sínum fór hann verzlunarferð til Akureyrar sem leið
liggur norður Öxnadalsheiði. Frá Akureyri fór hann hins vegar fram
í Ðjúpadal. Hefur hann líklega gist á Kambfelli. Árla morguns held-
ur hann á fjöll upp með varning sinn á sleða. Fékk hann sér til
aðstoðar mann úr Evjafirði. Beittu þeir sjálfum sér fyrir sleðann.
Komu þeir niður í Bakkadalsbotninn og náðu að Gilsbakka um mið-
aftan. Daginn eftir fór fylgdarmaðurinn sömu leið til baka. Var hann
nýsloppinn til byggða, þegar á brast stórhríð, sem stóð nokkra daga.
Ekki er vitað iengur, hver fylgdarmaðurinn var, og ekki er virað til,
að aðrir hafi lagt leið sína þarna yfir fjallið, hvorki fyrr né síðar í
nauðsynjaerindum.
Annað dæmi um dugnað Jóns og áræði í ferðalögum er það, er
hann óð Jökulsá eystri í Laugarhvammi. Hann batt hellustein allvæn-
an á bak sér til að þyngja sig í vatninu. Er áin oftast ill yfirferðar
þarna, þó að á hesti sé.
Jón var enginn hestamaður, en varð að nota þá sem aðrir. Reið
hann jafnan hægt. Ekki taldi hann sig mikinn fjármann. En á út-
147