Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 58
SKAGFIRÐINGABÓK
menn sína á fyrsta hjúskaparári, og var um kennt eitri því, er hún
hafði neytt í æsku.
Einhverju sinni á búskaparárum Gunnu í Málmey bar svo við,
að afli var mjög tregur á Skagafirði og því þröngt í búi hjá mörgum,
svo við hallæri lá. En í Málmey var gnótt skreiðar og hákarls, en
Málmeyjar-Gunna vildi engum selja. Þótti mönnum slíkt að vonum
mikil meinbægni og varð svo gramt í geði til Gunnu, að nokkrir
bændur tóku saman ráð sín og fóru á náttarþeli með hestalest mikla
fram í Þórðarhöfða um Höfðamöl og þaðan út Málmeyjarrif og alla
leið út í Jarðfall og stálu þar klyfjum á hesta sína úr hjöllum Gunnu,
bæði fiski og hákarli. Næsta morgun varð Gunna stuldarins vör og
sá, að svo mikið var tekið, að margir mundu valda. Taldi hún sér
ofvaxið að etja kappi við þá alla, enda málstaður eigi góður, þar eð
hún hafði eigi viljað hjálpa af gnægtum sínum, þegar marga skorti.
Lét hún því þetta falla niður án málsóknar, en leitaði sér annars
ráðs, að eigi færi svo aftur. Guðrún hafði numið fjölkynngi af föður
sínum, og nú efldi hún seið magnaðan, til þess að malarrifið milli
lands og eyjar tæki af í brimi. En henni þótti seint láta að seiðnum
og hét að gefa illum vættum í Hvanndalabjargi hverja þá konu, er
byggi tuttugu ár í eynni. Kom þá voðalegt hafrót, sem sópaði burt
Rifinu allt frá Málmey og inn að Þórðarhöfða, og hefur þar verið sjór
yfir síðan, en grunnt þó.
Ekki er þess síðar getið, að Gunnu yrði stuldur að meini, enda er
mælt, að hún létist skömmu síðar þar í eynni.
Niðurlagsorð
í desember árið 1950 brann íbúðarhúsið í Málmey. Hefur ekki
verið búið þar síðan og litlar líkur til, að þar verði aftur hafinn bú-
skapur á næsm áramgum, eins og nú horfir í byggðamálum landsins:
fólk yfirgefur eyjar og útskaga og flytur þangað, sem þéttbýlt er og
meiri lífsþægindi. Því munu fáir vilja leggja í þann kostnað að byggja
þar upp afmr, eigandi á hætm að geta ekki selt eign sína, ef til brott-
flutnings kæmi. Þar við bætist, að hin slæma lending gerir einyrkja
56