Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 188
SKAGFIRBINGABOK
þess, að hann hafi notið aðstoðar annarra við könnun heimilda, en hins vegar
fylgir engin heimildaskrá þátmnum. Höf. segir og: „Eg læt mér einnig í léttu
rúmi liggja, hversu mikið af því, sem hér birtist, verður lesið sem sagnfræði."
Ekki er ég sammála höf. um, að slíkt skipti litlu. Hvernig á að lesa sagnaþætti,
ef ekki sem sagnfræði? Hitt er annað mál, að höf. siglir beggja skauta byr
og gerir sér það Ijóst. Skylt er að geta þess, að undirtitill á kápu er Sagnaþcettir,
á tirilblaði er þessu hins vegar sleppt, hvað sem valda kann.
Ég er næsta ófróður um þau efni, er bókin fjallar um. A tvennt vil ég benda,
þó litlu skipti: Það er ósennilegt, að engin verzlun hafi verið á Sauðárkróki,
er Brynjólfur mundi fyrst til sín (f. I872), og ekki er það rétt, að Guðmundur
á Abæ hafi, eins og gizkað er á, farið vestur að Staðastað vorið 1855 til að
kaupa Ábæ. Guðmundur keypti að séra Sigurði Jónssyni, og hafa kaupin farið
fram í síðasta lagi vorið 1846, því að prestur notar andvirðið, 500 dali, til að
kaupa hluta í þilskipi fyrrgreint vor (Skagfirðinga saga). Hitt skiptír enn
minna máli, hvort Guðmundur hefur sundhleypt 11 sinnum eða 16 sinnum
(Jón á Reynistað, í Tindastóli, 3. árg., 1. tbi.) í þeirri för frá Staðastað að
Goðdölum.
Mér hefur orðið tíðrætt um galla þessarar bókar, en margt er hér fallega sagt.
Höf. hefur glöggt auga fyrir Iitbrigðum náttúrunnar, og er margt í lýsingum
hans með ágætum, honum lætur og vel að lýsa dýrum. Guðmundur er ritglaður
maður, teygir stundum lopann í bláþráð, en fatast þó sjaldan í meðferð tung-
unnar. Óþarfa tilfinningasemi gætir í stíl hans.
Þrátt fyrir ýmsa gaila er skagfirzkum fræðum nokkur fengur að bókinni.
Sá ljóður er á frá hendi útgefanda, að nafnaskrá vantar, að öðru leyti er
heimanbúnaður kversins sæmilegur.
K. B.
SIGURBJÖRN K. STEFÁNSSON:
SKÓHLJÓÐ, vísur. 103 bls.
Bókin er gefin út á kostnað höfundar.
Endurprent s. f. I967.
STUNDUM heyrist því fleygt, að íslenzk vísnagerð sé að hrekjast út
úr götu, færri iðki hana nú en fyrr og vel kveðin staka nái ekki eyrum fólks tii
jafns við það, sem áður var. Böisýni er þetta í meira lagi, þótt vafalaust sé hæfa
186