Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 29
ÞÁTTUR JÓNS BENEDIKTSSONAR Á HOLUM
Vík ég þá næst nokkrum orðum að frelsisskerðingu Jóns Benedikts-
sonar. Ekki verður þar nær komizt upptökum en til bréfs frá Eggerti
Briem sýslumanni Skagfirðinga, dagsettu 6. okt. 1880, til amtmannsins
í Norður- og austuramtinu. Er bréf þetta í Þjóðskjalasafni. Þar óskar
sýslumaður þess, að amtmaður svipti Jón fjárforræði. Greinir hann sem
ástæðu fjármálasukk Jóns og ráðleysi. Getur hann þess að síðustu,
sem áherzluatriðis, að þá um sumarið hafi hann selt Vj Hofsstaðasel
ábúandanum þar, Þorgrími Ásgrímssyni, á 2500 krónur og vilji nú
ekki láta Þóru dóttur sína, sem verið hafi rétmr eigandi jarðarinnar,
fá nema 700 kr. af jarðarverðinu. Telur hann, að Þóra vilji ekki selja
jörðina* Þessi beiðni sýslumanns er studd harðorðum ummælum Jóns
prófasts Hallssonar: „Samkvæmt ósk hlutaðeigandi herra sýslumanns
[ . ]** háttvirtu bréfi frá 20. þ. m. áhrærandi eyðslusemi Jóns Bene-
diktssonar á Hólum, [þá] get ég sem fullkunnugur vitnað, að eyðsla
[....] þessa manns er og hefur lengi verið svo yfirdrifið dæmafá,
að háttsemi hans í þessu tilliti hefur líkzt óðs manns æði, svo ég hef
fyrir löngu síðan álitið fyllstu nauðsyn að svipta slíkan mann umráði
eigna sinna, og hvað þá nú, þar sem ég heyri [....] hann sé farinn
að selja eignir barna sinna án minnstu heimildar frá þeirra hálfu."
(dagsett í Glaumbæ 23/10 1880).
Það er næsta torskilið, að Þóra hafi ekki gefið formlegt samþykki
sitt til sölunnar. Kaupandanum hlaut að vera það aðalatriði og beint
skilyrði fyrir löglegum kaupsamningum, þar sem við Jón voru gerð
kaupin, að réttur eigandi, sem telja verður að hafi verið Þóra Jóns-
* I Veðmálabókum Skagafjarðarsýslu er lil afsalsbréf fyrir 15 hdr. í Hofssraða-
seli, er svo hljóðar í aðalatriðum orðrétt: „Eg undirritaður, Jón Benediktsson
á Hólum í Hjaltadal, gjöri hér með kunnugt, að ég fyrir mína hönd og Þóru
dóttur minnar hef selt og með þessu mínu afsalsbréfi sel og afhendi til fullrar
eignar og afnota að afsöluðum öllum innlausnar- og brigðarétti frá okkur og
okkar erfingjum, Þorgrími Ásgrímssyni, Hofsstaðaseli, fimmtán hundruð í
eignarjörð okkar, Hofsstaðaseli í Viðvíkurhreppi.....og stendur þessi
jarðarpartur sem veð fyrir skilvísri greiðslu andvlrðisins þar til því er að
fullu lokið."
Undirskrift og dagsetning 27. ágúst 1880.
** Punktar milli hornklofa eru settir, þar sem bréfið er ólæsilegt.
27