Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 87
í HEGRANESI UM ALDAMOT
en það var í raun og veru. Þeir, sem skrásetja slíkar sögur um aðra,
þurfa að hafa eitthvað mergjað til að segja frá til þess að krydda frá-
sögnina, og er ekki langt til þess, að út í nokkrar ýkjur sé farið. En
ótrúlega eru þeir margir sjálfsævisöguritarar, sem ólust upp um leið
og ég víðsvegar um land, er lærðu kverið í fjósinu og höfðu eða fengu
ekki nægilegt að eta, er ég ber það saman við fólk það, er á sömu
tímum var að alast upp í Mælifells- og Rípurprestaköllum í Skagafirði.
Hafísinn var sannarlega „landsins forni fjandi," eins og Matthías
segir, af honum lagði kaldan gust og sérstakan þef, sem miðaldra
fólk og yngra nú á tímum þekkir alls ekki. Efalaust má taka hafísinn
með í reikninginn, er rætt er um stórframkvæmdir á Norðurlandi,
og það, að áratugum saman hefur hann stöðvað siglingar til flestra
hafna á Austur- Norður- og Vesturlandi marga mánuði ár hvert.
Það er of mikil bjartsýni að búast ekki við kuldakafla aftur, þótt nú
hafi viðrað vel í fjóra áratugi.
Það er ákaflega ömurlegt að horfa af hæðum og fjöllum yfir hvíta
ísbreiðuna á hafinu eins langt og augað eygir, en það hef ég oft gert.
Eg hef gengið út á ísinn og veitt hákarl upp um göt, sem höggvin
voru á lagísinn milli hafísjakanna. Var það í álnum út af Hegranesi.
Þar var ég nokkra daga ásamt 10-15 mönnum við þessar einkennilegu
veiðar. Stundum var glaða sólskin og ofbirta ægileg, því hvergi sá á
dökkan díl, en stundum norðankafald, svo að ekkert sást nema hríðar-
kófið. Við sváfum á Hellulandi um næmr, en gengum út á ísinn
snemma morguns og vorum þar fram í myrkur. Þetta var seint í marz-
mánuði vorið 1901 eða 1902, ég man ekki, hvort heldur var. Mér
þótti gaman að þessum hákarlaveiðum og fékk yfir 70 krónur í hlut
fyrir lifur. Við veiddum víst um 200 hákarla, flesta smáa. Skrokkana
gaf ég, ég held þeir hafi verið ellefu, fólk sótti þá og át hákarlsstöppu.
Eg bragðaði hana, en þótti hún mjög vond. Ekki held ég neinum hafi
orðið meint af þessari stöppu. Eitthvað af hákarli (þeim stærsm)
kæsti Jón í Nesi, en ég held helzt, að lítill mamr hafi orðið úr því,
hann kunni víst lítið til verksins. Ég bragðaði þennan hákarl, hann
var harður og „glær," slíkur hákarl hefur mér ætíð þótmr vondur og
þó einkum þessi, sem ég var að veiða. Mín þátttaka í veiðunum var
einkum sú, að draga hákarlinn dauðan í land um tveggja kílómetra
85