Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 17
ÞÁTTUR JÓNS BENEDIKTSSONAR Á HOLUM
Eftir það að Jón var orðinn svo vaxinn, að honum var leyfð útivist
og hann var orðinn hestfær, fór hann eitt sinn með föður sínum ríð-
andi fram í Haga. Þetta var í góðu veðri um sumar. í heimleið komu
þeir feðgar að Reykjum, og var þeim þar boðið í bæinn. Ekki þorði
prófastur, að þeir kæmu inn af þeirri ástæðu, að bærinn gæti hrunið
og því orðið drengnum að bana. Langaði Jón þó til að koma inn og sjá
barn, sem hann vissi, að þar var nýlega fætt. Var barnið sótt, eftir ósk
prófasts, og borið út á hlað, svo að Jón fengi að sjá það. Löngu síðar
en hér var komið og Jón orðinn vaxinq, og nær fullþroska, eru þeir
feðgar gestir á bæ nokkrum og er boðið inn. Gengur prófasmr fyrir,
en Jón næst á eftir honum. Vill þá faðirinn hafa vara á og forða syni
sínum frá óhöppum. Segir hann því: „Hér verður þröskuldur." Svo
ríka ástæðu taldi hann til að vera vakandi forsjá sonar síns í smáu
og stóru.
Ollum sögnum ber saman um það, að Jón hafi verið ánægjulegur
ungur drengur, lundhægur og góðviljaður. Kom hann sér vel við börn
þau, er hann átti að leikfélögum. Var mjög kært með honum og jafn-
aldra hans, Guðmundi Pémrssyni (föðurbróður sr. Friðriks Friðriks-
sonar). Ekki tjóaði að bjóða Jóni aukaglaðningu, brauð eða annað
góðmeti í búri, nema Guðmundi væri gefið hið sama og honum.
Fluttist Guðmundur frá Hólum 1847. Afmr réðst hanh vinnumaður til
sr. Benedikts. Síðar varð hann bóndi í Smiðsgerði í Kolbeinsdal. Hélzt
hin bezta vinátta með þeim Jóni, meðan báðir lifðu. Eftir að Jón varð
landsdrottinn Guðmundar, gaf hann honum Smiðsgerði. Síðar fluttist
Guðmundur til Vesturheims. Kemur hann síðar við sögu.
Athyglisvert er að líta á vitnisburð prófasts, er hann gefur syni
sínum við fermingu og skrifar í kirkjubók: „Prýðilega skiljandi, kunn-
andi og bóklæs, hæglámr, siðprúður og artargóður." Þetta mun í
engu hafa verið oflof. Þótt prófasmr hafi ef til vill kosið, að sonurinn
væri meiri skörungur, þótti honum mest vert, að hann var siðprúður
og artargóður. Enn hefur prófastur tengt við hann góðar vonir.
Hvergi verður þess vart, að prófasmr hafi ætlað syni sínum lang-
skólanám. Hann hefur átt að verða bóndi og láta Hóla njóta virðingar.
Vafalaust hefur sr. Benedikt kennt honum sjálfur. Þó er það vitað, að
Bjarni Thorlacius (síðar læknir) var heimiliskennari á Hólum einn
15